is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22650

Titill: 
  • Modding, moddarinn og tölvuleikurinn: Notandinn og þróun RPG-leikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fáir miðlar taka jafn hröðum breytingum og tölvuleikir og á þessi ummyndun sér bæði stað í innri veröld leikja sem og í tengslum þeirra við samfélagið. Í þessu samhengi spila RPG leikir (role-playing games) áhugavert hlutverk, en þetta eru tölvuleikir sem að einkennast af uppfærslukerfi sínu (kerfi sem leyfir notendum að ákveða hvaða eiginleika persóna þeirra mun tileinka sér) og viðamiklu leikjarými. Með gríðarlegri þróun í gagnvirkni og formgerð RPG leikja hefur áhrifamáttur notandans samtímis stigmagnast, jafn er kemur að ábendingum hans í ytra rými leikjanna og þeim viðbótum sem hann getur sjálfur skapað í innra rými þeirra. Þar mætti helst nefna aðferð sem kallast modding, en það vísar í möguleika notandans til að forrita á eigin spýtur viðbætur við leiki sem voru ekki ætluð kerfinu upprunalega. Til þess að gera grein fyrir þessari þróun mun ég taka fyrir bæði console eða leikjatölvuútgáfu og PC útgáfu fantasíuleikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim. Ástæðan að baki þess er að mjög ólíkar áherslur hafa myndast í notendahóp þessara tveggja útgáfa. Elder Scrolls IV: Skyrim sýnir ekki aðeins fram á þann aukna ákvörðunarmátt sem notandinn hefur öðlast í innri atburðarás leikja, heldur einnig þau langvarandi áhrif sem hann hefur á áframhaldandi þróun miðilsins. Það er trú mín að þessar óskýru línur sem standa á milli tölvuleikjaframleiðandans og notandans hafi verið mikilvægur partur í þróun aukinna tilfinningalegra tengsla notandans við tölvuleikinn. Þetta hefur í kjölfarið haft mikil áhrif á sköpun og uppbyggingu modd–samfélagsins, sem heldur enn þann dag í dag áfram að bæta við og lengja líftíma þessa RPG leikjar.

Samþykkt: 
  • 3.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Modding, moddarinn og tölvuleikurinn- Alexandra Eyfjörð Ellertsdóttir.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna