is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22655

Titill: 
 • Áhrif trúnaðar- og hollustuskyldu opinberra starfsmanna á tjáningarfrelsi.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar, sem ber heitið Áhrif trúnaðar- og hollustuskyldu opinberra starfsmanna á tjáningarfrelsi, er í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að gera vernd tjáningarfrelsis greinagóð skil. Í öðru lagi að lýsa inntaki og réttargrundvelli trúnaðar-og hollustuskyldu opinberra starfsmanna og í þriðja lagi að lýsa áhrifum þess síðarnefnda á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna.
  Í upphafi ritgerðarinnar er vernd tjáningarfrelsis gerð glögg skil og er sjónum sérstaklega beint að mikilvægi þess fyrir virkt lýðræði og upplýsta samfélagsumræðu að sjónarmið opinberra starfsmanna fái að heyrast með hliðsjón af reynslu þeirra og innsýn. Þá er varpað ljósi á þær réttarheimildir sem koma til skoðunar varðandi vernd tjáningarfrelsis og beinist stærstur hluti þeirrar umfjöllunar að tjáningarfrelsisákvæðum 73. gr. stjskr. og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 62/1994 (MSE). Ákvæðin eru þó ekki samhljóða og verður reynt að skoða hvaða áhrif það hefur í framkvæmd. Því næst verður stutt umfjöllun um tjáningarfrelsisvernd í Noregi og Danmörku.
  Þessu næst tekur við kafli sem ætlað er að varpa ljósi á inntak trúnaðar- og hollustuskyldu opinberra starfsmanna í íslenskum rétti. Meginumfjöllun kaflans verður um þá trúnaðar- og hollustuskyldu ríkisstarfsmanna sem leiða má af IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 (stml.). Næst verður fjallað um annars vegar þær trúnaðar- og hollustuskyldur sem hvíla á starfsmönnum sveitarfélaga og kveðið er á um í kjarasamningum og hins vegar þær hollustuskyldur starfsmanna sem kveðið er á um í siðareglum. Í kjölfarið verður því álitaefni velt upp hvort framangreindar réttarheimildir sem kveða á um trúnaðar- og hollustuskyldu starfsmanna teljist vera fullnægjandi heimildir til takmörkunar á tjáningarfrelsi þeirra með hliðsjón af lagaáskilnaði 3. mgr. 73. gr. stjskr.
  Síðasti kafli ritgerðarinnar hefur þann tilgang að draga fram nokkur sjónarmið sem áhrif hafa á mat á því hvort stjórnvöldum sé heimilt að skerða tjáningarfrelsi starfsmanna sinna með vísan til þeirrar trúnaðar- og hollustuskyldu sem á þeim hvílir. Afmarkast þessi umfjöllun aðallega við danska og norska réttarframkvæmd. Í kaflanum verður farið yfir fjölmörg álit umboðsmanna norska Stórþingsins og danska Þjóðþingsins í því augnamiði að draga fram þau sjónarmið sem hafa þýðingu. Þá verður í kaflanum jafnframt stuðst við dómaframkvæmd MDE.

Samþykkt: 
 • 3.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Rán Arnarsdóttir ritgerð..pdf1.15 MBLokaður til...30.09.2030HeildartextiPDF