Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22657
Undanfarin ár hefur áhugi á tungu og menningu spænskumælandi landa farið stigvaxandi víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Upphaf spænskukennslunnar á íslensku framhaldsskólastigi má rekja til sjöunda áratugsins og hafa vinsældir tungumálsins vaxið jafnt og þétt síðan þá. Í dag er spænska vinsælasta tungumálið meðal íslenskra tungumálanemenda af þeim tungumálum sem kennd eru sem þriðja mál í framhaldsskólum landsins.
Í þessari ritgerð, El uso de la música como herramienta didáctica en el aula de español en Islandia, er fjallað um notkun tónlistar í spænskukennslu á framhaldsskólastigi á Íslandi, sem aðferð til að örva nemendur í tungumálanámi. Í fyrsta lagi var könnun lögð fyrir spænskukennara í framhaldsskólum landsins með það fyrir augum að kanna hvort notuð sé tónlist í spænskukennslu og hvernig þeir nýta sér tónlist í kennslu ef þeir gera það á annað borð. Í öðru lagi var gerð greining á tónlistinni sem kennsluefni í bókum sem notaðar eru í spænskukennslu. Í lok ritgerðarinar eru niðrstöðurnar kynntar.
Í byrjun ritgerðarinnar er gerð grein fyrir spænskukennslu á framhaldsskólastigi á Íslandi. Í fjórða kafla er fjallað um ýmsar erlendar rannsóknir sem hafa verið gerðar um notkun tónlistar sem verkfæri í kennslu erlendra tungumála og varpað hafa ljósi á miklar framfarir hjá tungumálanemendum á markmálinu. Auk þess er skoðað hvað felst í hugtakinu hvati og hvernig hann hefur áhrif á tungumálanám ásamt því að fjalla um áhrifamátt tónlistarinnar sem verkfæri í tungumálanámi almennt. Fyrir tilstuðlan taktsins, endurtekningarinnar og rímsins í tónlistinni er auðveldara að muna texta og festa í minni sér.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að spænskukennarar á framhaldsskólastigi eru áhugasamir um notkun tónlistar í kennslustofunni. Margir hverjir notfæra sér hins vegar ekki þá tónlist sem finna má í kennslubókunum. En eru aftur á móti duglegir að nýta sér það úrval sem til er frá hinum ýmsu spænskumælandi löndum til þess að kenna bæði tungumálið og menningu þess. Þó virðist færnisþáttunum fjórum ekki gert jafnt hátt undir höfði með tónlistina sem verkfæri í spænskukennslu.
En los últimos años el interés por la lengua y la cultura de los países hispanohablantes ha crecido de forma gradual en el mundo entero, incluyendo Islandia. El comienzo de la enseñanza de ELE en la educación secundaria islandesa se remonta a los años setenta y desde entonces la popularidad de la lengua ha crecido continuamente. Hoy en día el español es la lengua con mayor popularidad por parte del alumnado islandés (para escoger) entre las terceras lenguas extranjeras estudiadas en los centros secundarios educativos del país.
Este trabajo, el uso de la música como herramienta didáctica en el aula de español en Islandia, trata del uso de la música en el aula en la educación secundaria islandesa como herramienta para motivar a los alumnos en el aprendizaje de lengua. En primer lugar, se investigó por medio de una encuesta, dirigida al profesorado de español en la educación secundaria del país, con el objetivo de indagar si utiliza música en el aula y si lo hace, como la aprovecha. En segundo lugar, se hizo un análisis del repertorio musical en los manuales utilizados en la enseñanza del español. Al final de esta investigación se presentan los resultados.
Al comienzo del trabajo se explica la enseñanza del español en la educación secundaria islandesa. En el cuarto capítulo exponemos varios estudios de publicaciones extranjeras sobre el uso de la música como herramienta en la enseñanza de lenguas extranjeras, las cuales han demostrado una gran mejora en la lengua meta entre los estudiantes de lenguas. Asimismo se profundiza en el concepto de la motivación y como influye en el aprendizaje de lenguas, así como hablar del potencial didáctico de la música como herramienta en el aprendizaje de lenguas en general. La retención de los textos en la memoria se hace con más facilidad, gracias al ritmo, las repeticiones y las rimas de la música.
Los resultados de la investigación muestran que los profesores de ELE en la educación secundaria utilizan música con frecuencia en el aula. Por otra parte, la mayoría no suele aprovechar la música incluida en los manuales. No obstante, aprovechan la variedad musical existente en los países hispanohablantes, tanto para enseñar la lengua como la cultura. Sin embargo, parece que las cuatro destrezas comunicativas no gozan de igual importancia respecto al uso de la música como herramienta didáctica en la enseñanza de ELE.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Óvina Anna Margrét Orradóttir.pdf | 2,07 MB | Open | Heildartexti | View/Open |