is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22661

Titill: 
  • Börn og skilnaðir. Breytingar á barnalögum 2013 og áhrif sáttameðferðar á forsjármál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölskyldumynstur hefur breyst í gegnum tíðina og í dag þekkjast fleiri fjölskyldugerðir en áður. Á sama tíma hefur orðið breyting á hugtökum eins og forsjá og umgengni og í dag leggur hið opinbera meiri áherslu en áður á að þannig sé búið í haginn að foreldrar vinni saman að lausnum og samkomulagi er varðar börnin.
    Barnalögum nr. 76/2003 var breytt 2013 á þann veg að áður en heimilt er að fara með forsjármál fyrir dómstóla eða krefjast úrskurðar hjá sýslumanni er foreldrum skylt að undirgangast sáttameðferð. Einnig var dómurum gert kleift að dæma sameiginlega forsjá að kröfu annars foreldris. Eftir breytinguna hefur dómsúrskurðum um forsjá hjá flestum héraðsdómum landsins fækkað áberandi. Að sama skapi hefur aukning forsjármála hjá sýslumanni orðið mikil vegna sáttameðferðar. Heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá var aðeins beitt sjö sinnum á fyrstu tveimur árum eftir breytingarnar.
    Ástand þessara mála í Danmörku og Noregi var borið saman og í ljós kom að þar skilja himinn og haf að þann fjölda forsjármála sem fer fyrir dómstóla. Í Noregi eru það margfalt færri mál sem enda fyrir dómstólum og má rekja þá staðreynd til þess að þar eru foreldrar skyldaðir til að undirgangast sáttameðferð og er henni eingöngu sinnt af fólki með grunn í félagsvísindum.

Samþykkt: 
  • 4.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaritgerðHildurStefánsdóttir 02092015 .pdf416.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna