is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22662

Titill: 
  • Refsistefna í fíkniefnamálum
  • Titill er á ensku Drug policy and criminalization
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikil umfjöllun hefur verið um fíkniefni og refsistefnu fíkniefna í fjölmiðlum, og samfélaginu almennt, undanfarin misseri. Gildandi refsistefna hérlendis, og víða erlendis, er ansi ströng og dómar fyrir fíkniefnabrot eru þungir. Fíkniefnavandinn er af mörgum álitinn einn stærsti vandinn sem Vestræn ríki glíma við. Ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað undanfarið á alþjóðlegum vettvangi og hin ýmsu samtök og stofnanir hafa lýst því yfir að ríki þurfi að endurskoða refsistefnu sína í fíkniefnamálum og taka upp mildari og mannúðlegri úrræði. Ríki hafa verið hvött til þess að líta á fíkniefnavandann sem heilbrigðisvanda og veita fíklum stuðning og aðstoð í stað þess að refsa þeim. Þónokkur lönd hafa nú þegar endurskoðað fíkniefnastefnu sína og tekið upp svokölluð „skaðaminnkandi úrræði“ og dregið úr refsingum.
    Meginmarkmið ritgerðar þessarar er að rannsaka refsistefnu í fíkniefnamálum og komast að niðurstöðu um hvort nauðsynlegt sé að gera breytingar á henni. Ritgerðin skiptist í sjö kafla og sá fyrsti er inngangur. Í öðrum og þriðja kafla er að finna sögulegt ágrip yfir fíkniefnalöggjöfina og yfirlit yfir norrænan rétt, en fíkniefnalöggjöf okkar er að miklu leyti komin þaðan. Jafnframt er farið yfir núgildandi löggjöf, þ.e. lög um ávana og fíkniefni nr. 65/1974 og 173. gr. a) almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í fjórða kafla er að finna umfjöllun um fíkniefnavandann á Íslandi enda mikilvægt að glöggva sig á eðli vandans og af hvaða stærðargráðu hann er. Niðurstöður kannanna á neyslu ávana- og fíkniefna eru skoðaðar og bornar saman við hin Norðurlöndin og staða sprautufíkla er könnuð. Í fimmta kafla er fjallað um refsistefnu í fíkniefnamálum. Leitast er við að útskýra markmið og réttlætingu refsinga fyrir fíkniefnabrot og fjallað er um varnaðaráhrif refsinga. Núgildandi refsistefna er skoðuð með tilliti til dómaframkvæmdar síðustu fimm ára. Að lokum eru viðhorf almennings og alþjóðlegra stofnanna og samtaka, til refsinga fyrir fíkniefnabrot, könnuð. Í sjötta kafla er fjallað um hvað má fara betur þegar kemur að refsingum fyrir fíkniefnabrot. Höfundur leitast við að draga fram þau úrræði og þær leiðir sem eru mögulegar til þess að stemma stigu við fíkniefnavandanum. Kaflinn miðar að því að komast að niðurstöðu um hvort nauðsynlegt sé að breyta refsistefnunni. Í sjöunda kafla er niðurstaða ritgerðarinnar dregin saman og fjallað um hvaða breytingar höfundur telur æskilegt að gera á refsistefnu fíkniefnamála.

Samþykkt: 
  • 4.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_RGS.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ragnheiður.pdf394.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF