is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22663

Titill: 
  • Mat foreldra á þátttöku og umhverfi barna með hreyfihömlun á aldrinum 8 til 17 ára. Samanburðarrannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um mat foreldra barna með hreyfihömlun á aldrinum 8 til 17 ára á þátttöku og umhverfi barna sinna heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu. Samanburður var einnig gerður á mati foreldranna og foreldra barna með einhverfu og jafnaldra úr þjóðskrá. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni, Lífsgæði, þátttaka og umhverfi barna sem búsett eru á Íslandi, og er unnin í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Matslistinn Mat á þátttöku og umhverfi barna og ungmenna (PEM-CY) var notaður. Rannsóknin er lýsandi samanburðarrannsókn og niðurstöður voru reiknaðar með marktektarprófum og áhrifastærðum. Alls svöruðu 30 foreldrar barna með hreyfihömlun listanum. Niðurstöðurnar sýndu að börn með hreyfihömlun tóku mestan þátt inni á heimilinu en foreldrar vildu einnig sjá mesta breytingu á þátttöku barna sinna þar. Þau töldu skort á viðeigandi stuðningi, úrræðum og nauðsynlegum búnaði á heimilinu. Líkamlegar kröfur athafna og veðurfar drógu mest úr þátttöku barnanna í skólanum og í samfélaginu. Meiri munur var á þátttöku og umhverfi barna með hreyfihömlun og barna með einhverfu heldur en jafnaldrahóps úr þjóðskrá. Út frá niðurstöðunum má álykta að fötluð börn eru ekki einsleitur hópur og þarfir þeirra stundum ólíkar. Mikilvægt er að greina umhverfisþætti sem ýmist stuðla að eða draga úr þátttöku fatlaðra barna við ólíkar aðstæður.

Samþykkt: 
  • 4.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loa-MA-ritgerd-lokaeintak.pdf2.71 MBLokaður til...18.10.2025HeildartextiPDF
image1.jpeg3.39 MBLokaðurYfirlýsingJPG