Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22672
Í þessari ritgerð er leitast við að veita heildarsýn á heimildir Evrópusambandsins til að framselja valdheimildir, lagagrundvöll framsalsins, hversu langt má ganga og hvernig það hefur virkað í framkvæmd. Sérstök áhersla er lögð á framsal valds til sérstakra stofnana og rýnt ítarlega í valdheimildir Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar. Upbbyging ritgerðarinnar er eftirfarandi:
Í upphafi er farið yfir sögulega þróun Evrópusambandið og útskýrt hvernig valdheimildir Sambandsins hafa aukist statt og stöðugt frá stofnun forvera þess árið 1952.
Í þriðja kafla er fjallað almennt um valdheimildir Evrópusambandsins, meginregluna um veittar valdheimildir og umfang þeirra. Einnig er vikið að helstu réttargerðum Sambandsins og lagasetningarmeðferðum.
Í fjórða kafla er stuttlega fjallað um hlutverk nefnda í framsali valds innan ESB, svokallaða nefndafræði en hún hefur mikil áhrif á það hvernig framsal valdheimilda er háttað og beitt og því nátengd umfjöllunarefni þessarar ritgerðar.
Í fimmta kafla er svo vikið almennt að heimildum löggjafa Sambandsins til að framselja vald til framkvæmdastjórnarinnar. Sérstök áhersla er lögð á að varpa ljósi á muninn á framseldum valdheimildum framkvæmdastjórnarinnar til að setja framkvæmdagerðir annars vegar og framseldar gerðir hins vegar.
Í sjötta kafla eru sérstakar stofnanir teknar fyrir. Í byrjun kaflans er skilgreint hvað sérstök stofnun er, einkenni hennar, hlutverk og flokkar. Skoðað er hver er rétt lagastoð fyrir stofnun slíkra stofnana en um það hefur ríkt ákveðin óvissa. Þá er fjallað um framsal valds til sérstakra stofnana með hliðsjón af tveimur dómum Evrópudómstólsins sem nefna má sem grundvallardóma á þessu sviði.
Í sjöunda kafla er fjallað um ábyrgðarskyldu sérstakra stofnana og skoðað hvort, og þá hvernig, gætt er að þær beri ábyrgðarskyldu við beitingu framseldra valdheimilda.
Í áttunda kafla er rýnt í óbindandi og bindandi valdheimildir Evrópsku eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði, með áherslu á Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuna. Sú umfjöllun er einnig sett í samhengi við þau sjónarmið sem rakin eru í ritgerðinni, m.a. hvort að gengið hafi verið of langt í að framselja vald til þessara stofnana.
Að lokum eru niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Master ritgerð - Gabriella Unnur.pdf | 858,16 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
Forsíða.pdf | 36,85 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |