is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22673

Titill: 
 • Tengslanet alþýðunnar: Rannsókn á ættar- og vináttutengslum í samfélagi austfirskra bænda á ofanverðri átjándu öld
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um tengslanet á Íslandi átjándu aldar. Viðfangsefnið er samfélag alþýðufólks á Austfjörðum á árunum 1770 til 1810. Tímabilið ákvarðast af tiltækum skjallegum heimildum, en frá því um 1773 eru til nokkurn veginn samfelldar dómabækur frá svæðinu. Prestsþjónustubækurnar ná aftur til áranna 1784 og 1786 í Klyppstaðar- og Dvergasteinssóknum en í Desjarmýrarsókn er til samfelld prestsþjónustubók frá 1773. Um 1810 skall á harðæri sem hér er látið marka endapunkt rannsóknarinnar.
  Markmiðið er að sýna hvernig hópar einstaklinga voru saman settir og hvernig samskipti á milli þeirra, innan sama byggðalags og á milli byggðalaga höfðu áhrif á myndun, viðhald og þróun hópanna. Því er spurt hvaða þættir vógu þyngst; ættartengsl, vinátta eða orðspor einstaklinga. Auk áðurnefndra skjallegra heimilda eru ritverkin Ættir Austfirðinga og Íslenskar þjóðsögur og sagnir mikilvæg stoð undir þessari rannsókn. Í fyrra verkinu er að finna mikilvægar upplýsingar um ættartengsl og búsetu fólks en í því síðara eru fjölmargar munnmælasögur af einstaklingum sem einnig koma fyrir í skjallegum heimildum.
  Kenningalegur grunnur rannsóknarinnar er myndaður með lestri rannsókna Lofts Guttormssonar á staðfesti íslensks bændafólks á átjándu öld, Christinu Folke Ax á menningarmun í íslensku samfélagi átjándu aldar og Einars Hreinssonar á tengslaneti yfirstéttar landsins, sömuleiðis á átjándu öld. Þá hefur verið leitað í smiðju Ólínu Þorvarðardóttur um þýðingu og hlutverk þjóðsagna í menningu samfélaga.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sterkt tengslanet hafi sannarlega verið til staðar á Austfjörðum á átjándu öld. Það byggðist á ættartengslum og algengt var að tvær ættir eða fjölskyldur tengdust með hjónaböndum fleiri en einna hjóna. Einnig kom fram að staðfesti bænda á svæðinu var mun meiri heldur en í sóknunum á Suðurlandi sem Loftur Guttormsson fjallaði um í ritgerðinni „Staðfesti í flökkusamfélagi ?“ og að sérstaklega sterk tengsl voru á milli Fljótsdalshéraðs og sóknanna þriggja á Austfjörðum sem rannsóknin fjallar um.

Athugasemdir: 
 • Sagnfræði- og heimspekideild hefur gefið leyfi fyrir lokuðum aðgangi að þessari ritgerð í eitt ár.
Samþykkt: 
 • 7.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sig_Hogni_MA-ritgerdin-6_september-2015.pdf3.97 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna