is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22678

Titill: 
 • Í takt við tímann? Breytingar á fasteignasölulögum frá 1938 til 2015
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin varpar ljósi á aðdraganda að setningu laga um fasteignasölu og breytingum á þeim árin 1986, 1997 og 2004 auk þess sem stiklað er á stóru í þeim breytingum sem urðu frá því upphafleg lög voru sett árið 1938. Reynt er að skýra hvað hefur mótað stefnu stjórnvalda í málaflokknum og stuðst við spurninguna: Hvað kann að skýra þær breytingar sem orðið hafa á lögum um fasteignasölu?
  Rannsóknin styðst fyrst og fremst við kenningagrunn Kingdons, en auk þess var leitað í smiðju þeirra Baumgartners og Jones og einnig Knills og Tosuns til að reyna að skýra ferlið og greina aðkomu ólíkra aðila að því með tilvísun í fræðikenningar.
  Heimildir eru gögn frá Alþingi eins og frumvörp, greinargerðir með þeim og umræður á þinginu ásamt lögunum sjálfum. Þá er einnig stuðst við nefndarálit og umsagnir um frumvörpin auk ýmissa gagna í fórum ráðuneyta og umræðu fjölmiðla.
  Með upphaflegum lögum var ætlun löggjafans að opna á möguleika manna, annarra en löglærðra, til þess að hafa milligöngu um sölu fasteigna. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á lögunum í gegn um tíðina, síðast sumarið 2015. Rannsóknin leiðir í ljós að ýmsir aðilar hafa komið að breytingum laganna, en sterkust áhrif koma frá þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta, fasteignasalanna.

Samþykkt: 
 • 7.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
I_takt_vid_timann.pdf2.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna