is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22681

Titill: 
  • Leiðtogafærni stjórnenda í íþróttafélögunum Eru stjórnendur meðvitaðir um leiðtogafærni sína? Er þörf fyrir markvissa þjálfun?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessara greinar var að svara spurningunni hvort stjórnendur í íþróttafélögum séu meðvitaðir um leiðtogafærni sína og hvort þörf sé á leiðtogaþjálfun. Til að svara því var fjallað um leiðtogann og mismunandi leiðtogastíla sem og rannsóknir um leiðtogastíl sem mögulega henta í umhverfi íþróttafélaga. Fjallað var í því samhengi sérstaklega um þjónandi forystu og rannsóknir því tengdu. Notast var við blandaða aðferðarfræði þar sem bæði voru tekin viðtöl við formenn þriggja fjölgreinafélaga sem og send var út spurningakönnun á stjórnarmenn fjögurra fjölgreinafélaga. Helstu niðurstöður eru að það virðist vera brotalöm hjá félögum að kynna fyrir nýjum stjórnarmönnum hlutverk þeirra og ábyrgð í stjórnum, þó virðast stjórnendur í íþróttafélögum vera meðvitaðir um sína leiðtogafærni en þeir kalla eftir einhvers konar þjálfun innan félaganna. Bæði til að styðja við þá sem fyrir eru, auka þekkingu þeirra, sem og þjálfa framtíðar stjórnarmenn innan félagsins. Sóknartækifæri er fyrir íþróttafélögin að bæta því inn í starfið að bjóða nýja stjórnarmenn velkomna með því að kynna fyrir þeim hlutverk og ábyrgð þeirra í stjórn félagsins sem og deila þeirri reynslu sem fyrir er til þeirra. Þannig geta nýjir stjórnarmenn tekið við keflinu af eldri stjórnarmönnum og byggt ofan á það starf sem þeir skilja eftir sig í stað þess að þurfa að byrja alveg frá grunni og reka sig á sömu veggi og forverar sínir.
    Lykilorð: Leiðtogafærni, þjónandi forysta, íþróttafélög.

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðtogafærni stjórnenda í íþróttafélögum. Eru stjórnendur meðvitaðir um leiðtogafærni sína. Er þörf fyrir markvissa þjálfun..pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna