Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22683
Í dag er hönnunargögnum, sem hönnuðir leggja inn til byggingarfulltrúa vegna byggingarleyfis, skilað inn í pappírsformi fyrir utan skráningartöflu sem einnig er skilað á rafrænan hátt. Könnuð voru viðhorf byggingafulltrúa og hönnuða fyrir því að breyta þessum vinnubrögðum og gera skil á hönnunargögnum til byggingarfulltrúarembættanna rafræn.
Tækni og umhverfi fyrir rafræn skil er til staðar í dag og ljóst að á einhverjum tímapunkti munu byggingarfulltrúarembættin stíga skrefið til fulls og bjóða upp á þann möguleika að hönnuðir skili hönnunargögnum inn rafrænt. Breyting sem þessi getur haft hagræðingu í för með sér, bæði fyrir embættin og viðskiptavini þeirra. Má nefna til dæmis umhverfissjónarmið, minna álag á starfsmenn embættanna, einfaldari vinnuferli, minni sóun og aukið aðgengi að gögnum. Það er margt sem þarf að skoða og huga að í breytingu sem þessari eins og til dæmis að að skil gagna og varðveisla þeirra sé samkvæmt lögum og reglugerðum. Einnig þarf að huga að því að gera alla, það er, starfsmenn byggingarfulltrúa og hönnuði, að þátttakendum í innleiðingu á breytingarverkefninu og hlusta á þarfir þeirra og reynslu. Niðurstöður sýna að almennt hafa byggingafulltrúar og hönnuðir jákvætt viðhorf til þess að skil gagna yrðu rafræn og þóttu svör þeirra benda til þess að sú breyting væri löngu orðin tímabær og myndi minnka sóun. Þó má geta að marktækur munur hafi verið á afstöðu byggingarfulltrúa og hönnuða.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MPM lokaverkefni final_final.pdf | 204.23 kB | Open | Complete Text | View/Open |
Note:
Breytingarstjórnun, sóun, umhverfisáhrif, byggingarfulltrúi, hönnunargögn.