is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22684

Titill: 
  • Leiðtogafærni í neyðarstjórnun – færni leiðtoga í íslenskum björgunarsveitum samanborið við grunnviðmið IPMA
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslendingar læra snemma að þekkja björgunarsveitir landsins og óeigingjarnt sjálfboðastarf liðsmanna við erfiðar aðstæður og válynd veður. Framlag sveitanna er mjög mikilvægt fyrir öryggi allra landsmanna og þeirra ferðamanna sem heimsækja landið. Þar sem um sjálfboðastörf er að ræða eru liðsmenn sveitanna oftar en ekki ólíkir einstaklingar sem búa yfir ólíkri þekkingu sem virkja þarf á annan máta en gert er þegar um launuð störf er að ræða. Til þess þarf öflugan leiðtoga sem býr yfir færni til að skapa sýn og samhæfa krafta. Það getur hins vegar reynst erfiðara í sjálfboðastörfum en launuðum störfum að fá öfluga leiðtoga til starfa, auk þess sem það getur verið vandasamara að leiða hóp fólks sem heyrir ekki undir eiginlegt boðvald. Eftirfarandi rannsókn leiddi þó í ljós að í flestum björgunarsveitum landsins starfa öflugir leiðtogar sem leiða sína sveit að miklu leyti í samræmi við grunnviðmið IPMA, Alþjóðlega verkefnastjórnunarfélagsins, um forystu. Grunnviðmiðunum er ætlað að tryggja samræmdan skilning og skilgreiningu fyrir verkefnastjóra um allan heim en þau má vel heimfæra á ýmsa aðra starfsemi. Rannsóknarspurningin var eftirfarandi: Að hve miklu leyti samræmist leiðtogafærni þeirra sem gegna forystuhlutverkum í björgunarsveitum landsins grunnviðmiðum IPMA um forystu ? Að auki er kannað hvort sú staðreynd að um sjálfboðastörf er að ræða hafi takmarkandi eða góð áhrif á getu leiðtoga til að stýra. Til að kanna þetta var send út spurningakönnun á björgunarsveitir landsins og til að öðlast enn dýpri skilning á störfum björgunarsveitanna og leiðtogum þeirra var leitað til tveggja starfandi stjórnenda þeirra. Niðurstöður gefa til kynna að ferli þeirra, sem gegna forystuhlutverkum í sveitunum, samræmist ágætlega grunnviðmiðunum og að sjálfboðaliðafyrirkomulagið hafi ekki verulegar takmarkanir í för með sér.

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPM 30.04.15.pdf683.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna