is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22689

Titill: 
  • Gæðastjórnun fyrir alla - fyrirtæki, samtök og stofnanir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarspurningin var eftirfarandi: Geta opinberar stofnanir og samtök notað gæðastjórnun í jafn ríkum mæli og með sömu aðferðum og framleiðslufyrirtæki? Gæðastjórnun er stór hluti af verkefnastjórnun í dag. Æviskeið verkefna (e. Life Cycle) er hugtak sem er vel þekkt í hugtakagrunni verkefnastjórnunar og er það vegna þess að verkefni hafa samkvæmt skilgreiningu upphafs- og endapunkt. Verkefnastjórnun er því ekkert annað en ákveðin aðferðafræði við að skipuleggja starf fyrirtækja, samtaka og stofnana með þeim hætti að þau nái settum markmiðum. Vara og þjónusta er það sem selt er af fyrirtækjum, samtökum og stofnunum til viðskiptavina. Oft er um að ræða nýja vöru eða nýja tegund þjónustu. Það getur líka verið að nauðsynlegt sé að endurbæta þá vöru eða þá þjónustu sem þegar er til staðar. Þar spilar gæðastjórnun stórt hlutverk í dag.
    Helstu niðurstöður eru að þær opinberu stofnanir og samtök sem skoðuð voru við vinnslu þessa verkefnis, virðast ekki hafa innleitt gæðastjórnun með formlegum hætti í sína starfsemi. Þær eiga það þó allar sameiginlegt að vera með einhverja vinnuferla sem rekja má til gæðastjórnunar án þess þó að starfsmenn geri sér fullkomlega grein fyrir þeim eða tilgangi þeirra. Þar getum við nefnt dæmi eins og sparnað á pappír, árangursmælingar og slíkt. Eftir úrvinnslu þeirra gagna sem til urðu við vinnslu þessarar ritgerðar er hægt að draga þá ályktun að auðvelt sé fyrir opinberar stofnanir og samtök að koma sér upp skýrum verkferlum og öðrum aðgerðum sem leið að því markmiði að auka ánægju viðskiptavina og minnka sóun á vinnustað. Það verður þó að hafa það í huga að slík vinna kostar alltaf fjármuni og mannskap í ákveðinn tíma en mun að lokum skila sér fjárhagslega og þjónustulega til baka á tiltölulega skömmum tíma. Mikilvægt er að stjórnendur og starfsmenn vinni í sameiningu að innleiðingu gæðastjórnunar og uppbyggingu gæðakerfis. Með slíkri vinnu verður ferlið við innleiðingu skilvirkara og líklegra að ferlið skili árangri þegar innleiðingu er lokið.

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22689


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
150429 LOKAVERKEFNI ÁBG 280415(2.1).pdf344.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna