is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22693

Titill: 
  • Maður á mann. Heimildamynd um miðlunarleiðir á byggðasöfnum og sögusýningum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni mitt í hagnýtri menningarmiðlun er heimildamynd sem fjallar um hvernig þekkingu er miðlað á byggðasöfnum og sögusýningum. Rannsóknarspurning mín í myndinni er að athuga hvaða miðlunarleið henti best á slíkum stofnunum, með áherslu á persónulega leiðsögn og athugun á því hvort slík miðlun sé heppilegri en aðrar miðlunarleiðir. Í myndinni er farið í gegnum allar helstu miðlunarleiðir á söfnum og sýningum í ljósi kosta og galla hverrar aðferðar. Tekin eru viðtöl við fjóra einstaklinga sem starfa á fjórum mismunandi söfnum og sýningum ásamt Þórði Tómassyni og upplifun ferðamanns á safnamenningu Íslands. Loks er stuðst við skoðanakönnun sem var send út í tengslum við myndina sem náði til um 600 Íslendinga. Myndin er rúmlega 24 mínútur að lengd og skiptist í fjóra hluta, þeir eru: Hljóðleiðsagnir, Endursköpun á fortíðinni, Skoðanakönnun og Leiðsagnir.
    Þessi greinagerð er hluti af lokaverkefninu og skiptist í þrjá kafla. Fyrstu tveir kaflarnir eru fræðilegir kaflar sem fjalla annarsvegar um söfn, setur og sýningar og hinsvegar um heimildamyndir. Í fyrri fræðilega kaflanum er farið í gegnum hugmyndafræðina sem liggur á bakvið söfn, setur og sýningar, hlutverki þeirra í samfélagi okkar og allar helstu miðlunarleiðir sem þessar stofnanir styðjast við. Ásamt því er einnig fjallað um skoðanakönnunina og niðurstöðurnar úr henni. Seinni fræðilegi kaflinn fjallar um heimildamyndir, þróun þeirra og sérstöðu þeirra í samfélaginu. Þar er fjallað um gerðir, stíla og einkenni heimildamynda í sögulegu og siðferðislegu samhengi. Að auki er stiklað á stóru í þróun og byltingum í kvikmyndagerð, heimildamyndagerð á Íslandi og loks er fjallað um heimildamyndina sem miðlunarleið. Lokakaflinn í greinagerðinni er skýrsla sem er unnin upp úr dagbók sem var haldin í gegnum allt ferlið. Í þeim kafla er farið í aðdraganda rannsóknarinnar og þróun myndarinnar sem átti sér stað í vinnuferlinu. Þar er fjallað um upptökuna og eftirvinnsluna og allar þær hindranir og uppákomur sem áttu sér stað í ferlinu. Að lokum er fjallað um útgáfu og dreifingu á myndinni, markhóp hennar og viðburði sem henta til birtingar á henni.

Styrktaraðili: 
  • Bandalag háskólamanna veitti verkefninu styrk til tækjakaupa sem nam 27.958 krónum.
Athugasemdir: 
  • Myndin er aðgengileg aftast í eintakinu sem varðveitt er í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.
  • Sagnfræði- og heimspekideild hefur heimilað lokaðan aðgang til 1. október 2016.
Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Maður á mann greinagerð.pdf2.06 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna