en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22696

Title: 
  • Title is in Icelandic Prestur í mynd. Prestar í átta norrænum kvikmyndum frá 2003-2013
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um átta norrænar kvikmyndir frá árunum 2003-2013 sem eiga það sameiginlegt að ein af lykilpersónum myndarinnar er prestur. Myndirnar eru greindar út frá aðferðafræði Deus ex cinema og módeli sem er byggt á bókinni The Pastor eftir Gordon W. Lathrop. Skoðað er hvaða tákn eru notuð til að sýna að persóna í kvikmynd sé prestur, hvaða titlar eru notaðir um prestinn, hvort fjallað er um köllun hans, hver meginverkefnin eru, hvort presturinn er tengdur söfnuði, hvort hann þjónar í helgihaldi eða athöfnum, hvort presturinn biðst fyrir, prédikar, hvernig Biblían er notuð og hvernig presturinn lifir sem kristin manneskja. Rannsóknin leiðir meðal annars í ljós að aðferðafræði Deus ex cinema er gagnleg í vinnu við frásagnamyndir þegar hún er spyrt saman við módel eins og það sem notað er í ritgerðinni. Þá leiðir rannsóknin í ljós að sumar myndanna eiga ákveðin kvikmyndafræðileg stílbrögð sameiginleg, til dæmis notkun á ofanskotum og veðri til að tjá nærveru Guðs. Fengist er við margvísleg tilvistar- og siðferðisstef í þessum kvikmyndum og myndin af prestunum er fjölbreytt og á dýptina. Kvikmyndirnar birta þá sýn á lútherska presta að þjónusta í helgihaldi, athöfnum og sálgæsla séu meginverkefni þeirra. Í þeim er dregin upp mynd af prestum sem eru manneskjur af holdi og blóði. Áhorfandinn getur því nálgast prestana og jafnvel fundið samsvörun milli sín og þeirra.

Accepted: 
  • Sep 7, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22696


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
arni-svanur-danielsson-prestur-i-mynd-skemman.pdf9.33 MBOpenHeildartextiPDFView/Open