is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22697

Titill: 
 • Titill er á ensku Authority in relation to Chaucer and the 'Female' Narrators of The Canterbury Tales
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka það hlutverk sem áhrifavald leikur í Kantaraborgarsögum Chaucers. Athyglinni er beint að tveimur þáttum, í fyrsta lagi áhrifavaldi Chaucers sjálfs sem rithöfundar, og í öðru lagi birtingarmyndum áhrifavalds hjá konunum þremur í hópi sögumanna, Konunni frá Bath, Príorinnunni og Aðstoðarnunnunni, en framsetning þeirra mótaðist af forréttindum feðraveldisins á seinni hluta fjórtándu aldar á Englandi. Umfjöllunin byggist á skilgreiningu Edmunds Said (1935-2003) á áhrifavaldi, sem hann setti fram í riti sínu Beginnings: Intentions and Method árið 1975. Að auki er fjallað um tvö rit eftir konur frá því snemma á fimmtándu öld til þess að kanna hversu viðeigandi framsetning Chaucers á kvenkyns sögumönnum sínum var. Þessi rit eru The Book of Margery Kempe, eftir Margery Kempe (c.1373-1440), sem talin er elsta sjálfsævisagan sem rituð hefur verið á ensku, og The Book of the City of Ladies eftir Christine de Pizan (c.1364-1431), en hún er talin vera fyrsta konan í Evrópu sem hafði ritstörf að atvinnu.
  Greiningin leiðir í ljós hvernig spennan milli áhrifavalds kirkjunnar og vaxandi veraldlegra áhrifa setti mark sitt á umfjöllun kvenna. Athugunin á ritunum tveimum frá byrjun fimmtándu aldar styður við þau viðhorf sem birtast hjá kvenkyns sögumönnunum þremur. Greiningin beinist einnig að formgerð Kantaraborgarsagna, sér í lagi því hvernig Chaucer nýtir sé gamanleikinn og nýbreytni í framsetningu sagna. Svo virðist sem Chaucer hafi verið að færa sig frá þeim hefðum sem fólust í hugtakinu auctoritas til þess að opna fyrir aðkomu fjölbreytilegri sjónarmiða og radda, sér í lagi kvenradda.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to examine the role of authority in relation to Chaucer’s The Canterbury Tales. The focus is twofold, firstly on the authority of Chaucer himself as a writer, secondly on the way authority is portrayed in the context of the ‘female’ narrators, the Wife of Bath, the Prioress and the Second Nun, whose representations were shaped by the patriarchal prerogatives of late fourteenth-century England. The discussion is based on the definition of authority proposed by Edmund Said (1935-2003) in his Beginnings: Intentions and Method from 1975. In addition, two early fifteenth century texts written by women are examined in order to consider how apt Chaucer was in his representations of the ‘female’ narrators in The Canterbury Tales. These texts are The Book of Margery Kempe by Margery Kempe (c.1373-1440), considered the earliest extant autobiographical work in English, and The Book of the City of Ladies by Christine de Pizan (c.1364-1431), who is considered to be Europe’s first professional woman writer.
  The analysis reveals how tension between ecclesiastical authority and growing secularism affected the development of female discourse. The study of the early fifteenth century texts supports the views brought to the fore in the tales of the ‘female’ narrators. The analysis also draws attention to the structure of The Canterbury Tales, in particular Chaucer’s use of comedy and his innovative narrative form. Chaucer appears to have been moving away from the classical concept of auctoritas to provide a platform for a greater variety of viewpoints and voices, in particular the female voice.

Samþykkt: 
 • 7.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22697


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MaryBacheMAritgerdTexti.pdf356.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna