is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22699

Titill: 
  • Maður fer bara inn í þennan töfraheim. Upplifun leitarmanna á Álfthreppingaafrétti á Mýrum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi til MA-gráðu í þjóðfræði fjallar um rannsókn á upplifun leitarmanna á Álfthreppingaafrétti á Mýrum. Þátttakendur í rannsókninni hafa allir reynslu af leitum, bæði sem þátttakendur í sjálfum leitunum eða sem aðstandendur leitarmanna. Þeir eru fæddir á árunum 1914 til 1995. Talað var við þátttakendurna auk þess sem stuðst var við ritaðar heimildir og gerður samanburður á upplifun leitarmanna á ólíkum tíma og við mismunandi aðstæður. Fyrst og fremst er þó leitast við að svara því hvers vegna fólk fer í leitir á Álfthreppingaafrétti og hvað það er sem sóst er eftir.
    Rannsóknin leiðir í ljós að leitarmenn, bæði konur og karlar, verða fyrir miklum áhrifum af landslagi á afréttinum og þær tilfinningar sem vakna eru meðal annars hvatinn að því að þeir sækjast eftir að komast í leitir. Þeir upplifa náttúruna, félagsskap, skemmtun, einveru og kyrrð og finna jafnvel fyrir sterkri þrá og eftirvæntingu eftir að komast í leitir. Þeir eiga oft erfitt með að koma orðum að því hvað það er sem dregur þá til fjalla.
    Leitað er í smiðju fræðimanna á borð við landfræðinginn Yi-Fu Tuan sem fjallar um tópófílíu, sambands manns við umhverfi sitt, heimspekinginn Sara Ahmed sem rannsakar tilfinningar í félagslegu samhengi og þjóðfræðinginn Jonas Frykman, sem ásamt Ahmed og fleiri fræðimönnum hefur snúið sér að því að rannsaka áhrif sem menn verða fyrir af ýmsum fyrirbærum í lífinu og hvaða tilfinningar þau vekja.

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Haraldsdóttir. MA-ritgerð í þjóðfræði.pdf26.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna