is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22700

Titill: 
  • Bótaréttur vegna ólögmætrar frelsissviptingar skv. 5. mgr. 67. gr. stjórnarskrár
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Persónufrelsi hefur lengið talist vera meðal mikilvægustu mannréttinda réttarríkja. Rétturinn til að njóta frelsis er grundvallarréttur manna. Persónufrelsið er verndað í 1. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands (hér eftir skammstafað stjskr.) nr. 33/1944; í 1. mgr. 5. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (hér eftir skammstafað MSE), sem var veitt lagagildi á Íslandi með lögum nr. 62/1994 og 9. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Höfuðskilyrði þess að frelsissvipting geti talist lögmæt er að lagaheimild sé fyrir henni. Þá koma fram í 3. mgr. 5. gr. MSE tæmandi tilvik undantekninga í sex stafliðum sem heimila frelsissviptingu. Handhafar ríkisvalds hafa valdheimildir til frelsissviptingar. Þær heimildir má finna í mismunandi lögum. Þannig getur frelsissviptingu verið beitt í þágu rannsóknar sakamáls, til verndar einstaklings fyrir sjálfum sér og til að halda uppi lögum og reglu. Lagaúrræði þau sem beitt er til frelsissviptingar eru margvísleg en í úrlausnarefni þessarar ritgerðar afmarkast umfjöllun við þrjár tegundir: handtöku, gæsluvarðhald og nauðungarvistun. Fyrirséð er að beiting frelsissviptingar af hendi ríkisins getur verið þungbær þeim sem fyrir henni verða enda er langvarandi frelsissvipting til þess fallin að hafa bæði sálfræðileg og efnahagsleg áhrif. Frelsissvipting ríkisvalds gegn borgurum má því ekki ráðast af geðþótta heldur verður að gæta allra lögmætra skilyrða sem fyrir þeim liggja og nægilegt tilefni verður að vera fyrir aðgerðunum. Hafi einstaklingur verið beittur frelsissviptingu að ósekju nýtur hann bótaréttar ef mál hans er fellt niður eða hann er sýknaður fyrir dómi. Samkvæmt 5. mgr. 67. gr. stjskr. getur hann í framhaldi leitað réttar síns og krafist bóta fyrir dómstólum vegna þeirrar frelsissviptingar sem hann hefur mátt þola, takist honum að sýna fram á að bótaskilyrði séu fyrir hendi. Bótaréttur fyrir frelsissviptingu að ósekju er grundvallarréttur og til marks um að ríkið taki ábyrgð á þeim mistökum sem verða í samskiptum þeirra og borgaranna. Bótarétturinn veitir lögreglu, ákæruvald og dómstólum aðhald við störf sín. Jafnframt er hann til þess fallinn að handhafar ríkisvalds taki ekki ákvarðanir sem snúa að frelsissviptingu borgaranna nema að vel ígrunduðu máli. Meginumfjöllunarefni ritgerðinnar er að skoða grundvöll bótaréttar fyrir ólögmætri frelsissviptingu sem liggur í 5. mgr. 67. gr. stjskr. en umfjöllun frelsissviptingar er afmörkuð sérstaklega við bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sakamálalaga (hér eftir skammstafað sml.) nr. 88/2008 og vegna nauðungarvistunar lögræðislaga nr. 71/1997. Umfjöllun ritgerðarefnis skiptist í að skoða fyrst það gildissvið sem sett er í 67. gr. stjskr. og 5. gr. MSE fyrir hugtakið frelsissviptingu og hvenær hún teljist lögmæt. Farið verður svo yfir bótarétt ólögmætrar frelsissviptingar skv. 5. mgr. 67. gr. stjskr. og 5. mgr. 5. gr. MSE, sem og bótarétt skv. sakamálalögum og lögræðislögum. Jafnframt verður farið yfir þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fallist verði á bótakröfu. Að lokum verður skoðuð tegund þeirra bóta sem hægt er að krefjast í bótamáli vegna ólögmætrar frelsissviptingar, sem og reglur um eigin sök sem geta leitt til lækkunar eða niðurfellingar bótaskyldunnar.

Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa+Steinar+Ársælsson.pdf163 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Steinar Ársælssonefni.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna