Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22702
Íslensk fyrirtæki nýta verkefnastjórnunarstaðla síður en fyrirtæki í þeim ríkjum sem við berum okkur helst saman við. Þetta þykir miður þar sem rannsóknir sýna að fyrirtæki sem nýta verkefnastjórnunarstaðla standa betur að vígi á samkeppnismarkaði enda hefur nýting staðlanna marga kosti í för með sér. Spurningalisti var lagður fyrir 173 fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu til að kanna notkun ISO 21500 verkefnastjórnunarstaðalsins og einnig þær verkefnastjórnunaraðferðir sem fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu beita í rekstri sínum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirtæki í ferðaþjónustu beita gjarnan verkefnastjórnunaraðferðum, sambærilegum þeim sem ISO 21500 gengur út á, þó flest þeirra þekki ekki til staðalsins. Þessi fyrirtæki myndu áreiðanlega njóta hags af því að innleiða ISO 21500 staðalinn til að tryggja að góðum vinnuháttum væri ávallt fylgt en ekki aðeins eftir hentugleika. Innleiðing staðalsins myndi einnig hafa það í för með sér að fyrirtæki myndu í auknum mæli nýta þær aðferðir verkefnastjórnunar sem helst er ábótavant í rekstri þeirra samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ISO 21500 - lokaeintak (6).pdf | 604.83 kB | Open | Complete Text | View/Open |