Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22710
Vörumerki njóta verndar samkvæmt lögum um vörumerki nr. 45/1997 og afurðarheitum var veitt vernd með lögum um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu nr. 130/2014. Um svokölluð félagamerki gilda lög um félagamerki nr. 155/2002 en um þau gilda vörumerkjalög einnig að miklu leyti. Fyrirbrigðin hafa sameiginleg einkenni en vernd þeirra byggir á ólíkum grunni. Vöru- og félagamerki (merki) og afurðarheiti þjóna m.a. því hlutverki að aðgreina vörur eða þjónustu á markaði og geta því orðið hagsmunaárekstrar vegna notkunar þeirra. Markmið ritgerðar þessarar er annars vegar að gera grein fyrir vernd merkja og afurðarheita og sameiginlegum og ólíkum einkennum þeirra og þeirra laga sem um þau gilda. Markmiðið er hins vegar að því að gera grein fyrir því hvernig lög nr. 45/1997 um vörumerki og lög nr. 130/2014 um afurðarheiti tengjast eða „spila saman“ með áherslu á að leysa úr þeim álitaefnum sem geta skapast þegar merki og afurðarheiti stangast á. Í öðrum kafla ritgerðarinnar er almenn umfjöllun um vöru- og félagamerki þar sem m.a. er gerð er grein fyrir sögulegum atriðum, alþjóðlegu og innlendu lagaumhverfi og ákvæðum laganna sem tengjast vernd afurðarheita. Í þriðja kafla er fjallað um afurðarheiti á sambærilegan hátt. Í megin kafla ritgerðarinnar, fjórða kafla, er þá vikið að samanburði á merkjum og afurðarheitum og samspili laganna sem um þau gilda. Sérstaklega er fjallað um þau tilvik þegar merki getur hindrað skráningu afurðarheitis skv. c-lið 7. gr. laga um afurðarheiti. Einnig verður vikið að þeim ákvæðum laganna sem taka til tengsla afurðarheita við yngri og eldri merki skv. 23. og 24. gr. Ákvæði 24. gr. laganna er þungamiðja þeirrar umfjöllunar. Ástæða þess er m.a. sú að ákvæðið hefur sætt vegna athugasemda ósamræmis við meginreglur vöru- og félagamerkjaréttar. Fjallað er um ýmis álitaefni sem ákvæðið gefur tilefni til að kanna nánar og í fimmta kafla er að finna samantekt og helstu niðurstöður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð 7. september.pdf | 1,34 MB | Lokaður til...07.09.2050 | Heildartexti |