en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22712

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvað er þjóðarmorð? Áhrif hugtaksins á afstöðu tyrkneskra stjórnvalda til fjöldamorðanna á Armenum í Ottómanveldi
  • What is Genocide? The Concept and its Impact on Turkey´s Stance on the Armenian Massacres in the Ottoman Empire
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Lengi hefur verið deilt um hvort fjöldamorðin á Armenum í Ottómanveldi hafi verið þjóðarmorð eður ei. Í þessari ritsmíð var hugtakið þjóðarmorð (e. genocide) rannsakað ítarlega og skoðað hvort það hafi haft teljandi áhrif á afstöðu tyrkneskra stjórnvalda til fjöldamorðanna á Armenum í Ottómanveldi. Þann 9. desember árið 1948 héldu Sameinuðu þjóðirnar ráðstefnu um hvernig megi koma í veg fyrir og refsa fyrir þjóðarmorð en mörg af verstu fjöldamorðum sögunnar, þar með talin fjöldamorðin á Armenum, falla ekki undir takmarkaða skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á þeim. Í ritgerðinni var skilgreining Sameinuðu þjóðanna rannsökuð sem og gagnrýni fræðimanna á hana en flestir þeirra telja hana of þrönga. Fjallað var um muninn á stríði og þjóðarmorðum en tyrknesk stjórnvöld hafa meðal annars sagt fjöldamorðin á Armenum afleiðingu borgarastyrjaldar. Hugtakið þjóðernishreinsanir (e. ethnic cleansing) hefur einnig verið notað, í stað þjóðarmorða, til að lýsa fjöldamorðunum á Armenum. Reynt var að útskýra muninn á þjóðarmorði og öðrum hugtökum, til dæmis þjóðernishreinsunum, sem orðið hafa til við vinnu fræðimanna ásamt því að skoða nokkrar af helstu orsökum þjóðarmorða. Tekin var rökstudd afstaða til þess hvort fjöldamorðin á Armenum hafi verið þjóðarmorð eður ei.
    Helstu niðurstöður eru þær að með skoðun á sögulegum staðreyndum er hægt að rökstyðja að fjöldamorðin á Armenum hafi verið þjóðarmorð samkvæmt fræðilegu skilgreiningunni. Líkt og Raphael Lemkin, „faðir“ hugtaksins, hafa flestir fræðimenn viljað víkka hugtakið út, þannig það nái til hópa sem skilgreindir eru á félags- og stjórnmálalegum grundvelli. Með skoðun á sögulegum staðreyndum er einnig hægt að sýna fram á að tyrknesk stjórnvöld hafi orðið ákveðnari í afneitun sinni eftir að hugtakið þjóðarmorð kom fram á sjónarsviðið árið 1948.

Accepted: 
  • Sep 7, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22712


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þórður Jóhannsson.pdf341.08 kBOpenHeildartextiPDFView/Open