is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22713

Titill: 
 • Að menntast er að verða meira maður. Geta heimspekilegar aðferðir leyst fræðslufjötra grunnskólans?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er að vissu leyti framhald af BA ritgerð minni frá árinu 2006 sem ber heitið „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt – er grunnskólinn í kreppu?“ Þar var tekist á um hvort grunnskólinn væri að mennta nemendur. Niðurstaðan var sú að hann væri ekki að mennta þá heldur aðeins að fræða, grunnskólinn væri í fræðslufjötrum.
  Enn er tekist á um hlutverk grunnskólans er varðar menntun og fræðslu. Meistararitgerðin hverfist um að lýsa hugsjónum og markmiðum þriggja námskráa. Ferðin hefst árið 1976, en þá leit dagsins ljós námskrá sem braut blað í skólasögunni. Förinni lýkur með námskránni árið 1999. Tilgangurinn er að kanna hvort vindar heimspekilegrar hugsunar hafi leikið um þessar námskrár.
  Í námskránum eru notuð mikilvæg hugtök til að lýsa hlutverki grunnskólans; hugtök eins og menntun, lýðræði, gagnrýnin hugsun og siðvitund. Í ritgerðinni er leitast við að ræða um, skýra og skilgreina þessi hugtök og leitað í því augnamiði í smiðju ákveðinna heimspekinga. Tilgangurinn er að sýna fram á mikilvægi þess að þeir sem starfa innan grunnskólans leggi svipaða merkingu í hugtökin.
  Þrátt fyrir háleitar hugsjónir námskránna virðist grunnskólinn enn vera í fjötrum fræðslunnar, því minna virðist skeytt um menntahlutverkið. Fjötrarnir voru hertir til muna í námskránni árið 1999. Það birtist í því að fræðslumarkmiðin urðu meginviðmið í öllu skólastarfi. Grunnskólinn á því í vanda sem birtist í fræðslufjötrum á kostnað menntunar.
  Sýnt er fram á að ein af færu leiðunum til að leysa fjötrana, efla menntun og rækta með nemendum mannkosti sé sú að leita á náðir heimspekinnar. Ekki þeirrar fræðilegu, heldur aðferða hennar. Hér er meðal annars átt við heimspekilegar samræður með börnum og heimspekina sem ákveðna aðferð við að hugsa. Hlutverk heimspekinnar í skólastarfi er að efla getu einstaklingsins til að hugsa um veruleikann, eiga uppbyggilegar rökræður við aðra, þroskast og dafna. Aðferðir heimspekinnar eru vel til þess fallnar að mennta nemendur þannig að allar eigindir þeirra nái hæfilegum þroska.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is in a way a continuation of my BA-thesis from 2006 entitled „Eitt bros getur
  dimmu í dagsljós breytt – er grunnskólinn í kreppu?“ (A single smile can transform darkness into daylight – is the Icelandic compulsory school in a dilemma?). That thesis discussed whether or not the school system really educated students. The conclusion was that it did not educate them, rather it merely distributed information. The school was too engrosed in its informative role.
  The subject of this thesis is once again the dilemma of the Icelandic compulsory school’s role regarding education and information.The Master thesis analyses the ideas and goals of three different curriculums. The journey begins in 1976 when a breakthrough curriculum in the Icelandic school history was established. It ends with the 1999 curriculum. The purpose is to investigate whether or not the influence of philosophical thinking has left its mark on these curriculums.
  In these curriculums, some important ideas are used to describe the functions of the school; ideas like education, democracy, critical thinking and morality. The thesis tries to discuss, define and analyse these concepts, and to that end the ideas of certain philosophers are referred to. The goal is to show how important it is that the employees of the Icelandic school system understand these concepts in a similar way.
  Despite the curriculums’ sublime ideals, the school system still seems to be firmly stuck in its informative role, as there seems to be less emphasis on the educational role. The 1999 curriculum put even more emphasis on the informative role, as was made apparent when the informative role became the norm in all aspects of schoolwork. The school system’s problem manifests itself in the way it neglects educating its students, while placing more emphasis on informing them.
  It will be reasoned that philosophy can be used to help solve that problem, enhance education and help students improve their personal qualities. Here we are not referring to academic philosophy, but rather philosophical methods. This means, among other things, philosophical discussions with children and adopting philosophy as a certain method of thinking. Philosophy’s role in schoolwork is to intensify the individuals ability to think about reality, have constructive debates with others and help children develop and prosper. Philosophy’s methods are well suited to educate students so that all their attributes can reach adequate maturity.

Samþykkt: 
 • 7.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir.pdf649.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna