is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22718

Titill: 
 • Hæfileikastjórnun á Íslandi: Reynsla og viðhorf íslenskra stjórnenda á hæfileikastjórnun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fyrirtæki leggja mikla vinnu og fjármagn í starfsmenn og því er mikilvægt að hæfileikar starfsmanna nýtist sem best í starfi. Nú á dögum eru miklar breytingar á atvinnumarkaði og gerðar eru auknar kröfur til stjórnenda að huga vel að starfsfólki sínu. Hæfileikastjórnun (e. talent management) hefur lengi verið hluti af stjórnun innan fyrirtækja en til þess að ná settum markmiðum er nauðsynlegt að stjórna mannauðinum enn betur og hraðar. Hæfileikastjórnun er öflugt verkfæri í höndum stjórnenda sem gerir þeim kleift að fylgjast betur með hæfileikum starfsmanna sinna og halda í þá mikilvægu og laða aðra nýja að.
  Markmið þessarar ritgerðar er að kanna reynslu stjórnenda af hæfileikastjórnun og viðhorf þeirra til hennar. Leitað er vísbendinga um hvort og að hvaða leyti fyrirtæki á Íslandi í dag tileinki sér þessa hugmyndafræði og hvaða skilning stjórnendur leggi í hugtakið hæfileikastjórnun.
  Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við 10 stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum sem starfa innan ólíkra geira en eru svipað að stærð. Viðtöl við stjórnendur voru ítarlega greind, borin saman og túlkuð. Síðan eru niðurstöður þessarar rannsóknar bornar saman við kenningar fræðimanna og rannsóknir í þessum fræðum þ.e bæði mannauðs- og hæfileikastjórnun.
  Niðurstöðurnar benda til að viðmælendur líti almennt jákvætt á hugmyndafræðina þó flestir þeirra teldu sig ekki vita mikið um hana. Í ljós kom skortur á skilningi á því hvaða þættir gætu flokkast undir þessa fræðigrein. Þá var einnig algengt að stjórnendur gerðu sér ekki almennilega grein fyrir því hversu mikið þeir í raun og veru vinna eftir hugmyndafræði hæfileikastjórnunar. Rannsóknin leiddi í ljós að mikil áhersla er lögð á þætti hæfileikastjórnunar þó það nafn sé ekki endilega notað í fyrirtækjunum. Jafnframt sýndu niðurstöður að fyrirtæki hér á landi notuðu þessa hugmyndafræði lítið til þess að búa sig undir markaðssveiflur eða komandi breytingar. Af niðurstöðunum dregur höfundur þá ályktun að nýting hæfileikastjórnunar sé nokkuð algeng meðal starfsmanna í fyrirtækjunum sem rannsökuð voru og betri skilningur á fræðigreininni gæti aukið notkun hennar á breiðara sviði. Tekið var mið af hugmyndum ýmissa fræðimanna og rannsóknum þeirra til að skýra niðurstöður rannsóknarinnar. Sérstaklega var leitast við að skilgreina þær aðstæður þar sem viðmælendur töldu sig nota hugmyndafræðina í starfi sínu og hvernig hún gæti nýst þeim í framtíðinni.

Samþykkt: 
 • 7.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð í mannauðsstjórnun - Jessica Sól .pdf878.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna