is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22719

Titill: 
  • Barnvæn sveitarfélög í mótun. Innleiðingarferli Barnasáttmálans miðlað á vef
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er í tveimur hlutum. Annars vegar er vefurinn barnvaensveitarfelog.is og hins vegar þessi greinargerð. Í greinargerðinni er leitast við að miðla upplýsingum um vinnslu vefsins og þær ákvarðanir sem teknar voru. Vitnað er í sérfræðinga á sviði vefhönnunar sem stuðst var við í ferlinu í bland við eigin hugleiðingar. Auk þess er viðfangsefni vefsins kynnt og sett í samfélagslegt og menningarlegt samhengi. Að lokum er afraksturinn metinn og framtíðaráform kynnt.
    Barnvaensveitarfelog.is er vefur þar sem upplýsingum um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og innleiðingu hans er miðlað. Hugmyndin er að á vefnum megi á einum stað nálgast allar þær upplýsingar sem nýtast til þess að kynna sér barnasáttmálann og innleiða hann í starfi hvers sveitarfélags. Notandi vefsins á að geta fundið á einfaldan og skýran hátt upplýsingar um helstu skref í innleiðingarferlinu auk frekari upplýsinga um hvert skref fyrir sig. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Hjördísi Evu Þórðardóttur, réttindafræðslufulltrúa hjá Unicef á Íslandi, en auk Unicef er Umboðsmaður barna umsjónarmaður verkefnisins.
    Verkefnið mun fara af stað snemma árs 2016 og verður vefurinn þá opnaður.

Athugasemdir: 
  • Vefurinn opnar í byrjun árs 2016
Samþykkt: 
  • 7.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristrún_Thors_greinargerð.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna