is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22727

Titill: 
 • Moskumálið: Framgangur umsóknar um moskubyggingu í Reykjavík. Almenningur og stjórnvöld
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi beinist að þeirri meðferð sem úthlutun lóðar til Félags múslíma á Íslandi (FMÍ) til byggingar mosku fékk innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar á árunum 1999-2013. Kannað er meðal annars hvort að FMÍ hafi hlotið annars konar meðferð þegar kom að úthlutunarlögum, mannréttindum, trúfrelsi og svo framvegis ef miðað er við aðrar sambærilegar umsóknir með því að greina hver grunnorsök þess var að umsókn þeirra um lóð undir mosku tók hátt í fjórtán ár. Þær spurningar sem koma fyrir í rannsókninni beinast annars vegar að lóðarúthlutuninni sjálfri og meðhöndluninni sem hún fékk innan Reykjavíkurborgar og hins vegar hvað olli því að málið varð að einu aðalkosningarmálinu í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014, eða í hinu svokallaða moskumáli. Niðurstaðan er sú að skipulags- og byggingarsvið (nú umhverfis- og skipulagssvið) gerði það sem til þurfti til að finna lausn á málinu. Það helsta sem virðist hafa staðið í vegi fyrir að úthlutun ætti sér stað fyrr en ella voru kröfur FMÍ, bæði hvað varðar staðarval og stærðarkröfur lóðar, skortur Reykjavíkurborgar á lóðum og síðast en ekki síst pólitísk umfjöllun um málið í umhverfis- og skipulagsráði. Allir þessir þættir ásamt öðrum gerðu að verkum að málið dróst á langinn.
  Efnisorð: Múslímar, Reykjavíkurborg, frjálslyndi og íhaldssemi, moska, moskumálið, menningarstríð.

 • Útdráttur er á ensku

  This study is intended to draw attention to the issue on plot allocation to Muslim Association in Iceland (FMÍ). The study focuses on the treatment that the allocation of mosque in Reykjavík received within Reykjavíkurborg of the period 1999-2013. It was examined why the treatment Muslims had to receive was subdued when it came to the allocation of law, human rights, freedom and so on, by analyzing basic cause of why the application of land for the construction of mosque took almost fourteen years. Interestingly, other religious organizations that attended the premises after Muslims were given out plot long before Muslims. The questions that appear in the study, focusing on the one hand plot allocation itself and the treatment it received in Reykjavik and on the other hand, how the issue became such a major election issue in the municipal elections of Reykjavík in 2014, the so-called mosque affair. In conclusion, the Department of Planning and Building (now the Department of Environmental and Planning) did what was needed to find a solution to the matter. The main things that seemed to have stood in the way of the allocation were for example requirements made by FMÍ, both in terms of location and size requirements of the land (plot), lack of land in Reykjavík area and last but not least, the Independence party, as member of the Environment and Planning Council, were constantly asking for more data and refused to take a stand more often than not in the decision-making process. All these factors along with others made the case prolonge.
  Keywords: Muslims, the City of Reykjavík, liberalism and conservatism, mosques, mosque affair, culture war.

Samþykkt: 
 • 8.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gréta Mar Jósepsdóttir.pdf2.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_GrétaMar.pdf414.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF