is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22729

Titill: 
 • Druslustimplun. „Þetta er ekki manneskja fyrir þér, þetta er bara netið“
 • Titill er á ensku Slutshaming
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er druslustimplun (e. slut-shaming) sem felur í sér viðhorf og viðmót þar sem stúlkum er gert að skammast sín fyrir sig sem kynverur. Megintilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þá tvöfeldni (e. double standard) sem ungar stúlkur búa við í dag og áhrif hennar á þær. Mikil pressa er á stúlkur að vera kynferðislega aðlaðandi en þegar þær gangast undir það hlutverk eiga þær á mikilli hættu að verða fyrir druslustimplun. Það er sterkt vopn gegn þeim og á þátt í að viðhalda kynjakerfinu þar sem konur eru almennt undirskipaðar í samfélaginu.
  Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt í rannsókninni þar sem tekin voru tvö rýnihópaviðtöl og þrjú einstaklingsviðtöl. Í ritgerðinni er fjallað um druslustimplun sem eina tegund eineltis og niðurstöður benda til þess að druslustimplun hafi alvarlegar afleiðingar líkt og annað einelti. Stúlkur flosna upp úr skóla og upplifa þunglyndi í kjölfar druslustimplunar og þörf er á að veita þessum hópi faglegan stuðning svo hann geti unnið sig úr ofbeldinu. Samkvæmt niðurstöðum getur í raun hver sem er lent í því að verða fyrir druslustimplun og stúlkur læra snemma að fela sína kynlífsreynslu. Þótt druslustimplun snúist að litlu leyti um kynlíf í sjálfu sér heldur um valdatengsl innan kynjakerfisins. Skömmin sem druslustimplun felur í sér er samfélagsmein sem sprettur úr rótgrónu kynjamisrétti og mikil þörf er á sameiningarkrafti líkt og hefur myndast með Druslugöngunni (e. SlutWalk).

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is slut-shaming, which involves attitudes that suggest that girls are supposed to feel ashamed of themselves for being sexual. The purpose of this thesis is to shine a light on the double standard involved in slut-shaming and that young girls face today, as well as the impact it has on the girls. Girls are under pressure to be sexually alluring but when they behave that way, they are likely to be slut-shamed. Slut-shaming is therefore a powerful tool against girls and helps maintain the patriarchal system where women are generally subordinate in society.
  The research method used for this thesis is qualitative with two focus group interviews and three interviews with individuals conducted. The results suggest that slut-shaming can have severe consequences, similar to other forms of bullying. Girls tend to drop out of school and experience depression following the slut-shaming. It is necessary to provide professional support for this group of girls in order for them to work through the violence. According to the results anyone can be subject to slut-shaming and girls learn early on that they should hide their sexual experiences, even though this revolves less about the sex in itself but more about the power struggle within the patriarchal system. The shame that follows slut-shaming is a social tumor which is directly derived from established gender inequality and there is a need for collective power like the power that has emerged from the SlutWalk.

Samþykkt: 
 • 8.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Slut-shaming LOKA.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna