en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2273

Title: 
  • Title is in Icelandic „Maður er bara alveg týndur.“ Samkynhneigðir unglingar: að koma út úr skápnum, mótun sjálfsmyndar og aðstoð sem í boði er
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Samkynhneigðir unglingar sem ekki ná að móta sína samkynhneigðu sjálfsmynd og finna sig þar af leiðandi hvorki í gagnkynhneigða- né samkynhneigða heiminum, eru líklegri til að einangrast félagslega og leiðast út í áhættuhegðun, svo sem misnotkun áfengis eða vímuefna og sjálfsvígstilraunir. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá betri sýn á þau verkefni sem samkynhneigður unglingur þarf að fást við áður en hann kemur út úr skápnum, og einnig að reyna að varpa ljósi á hvort aðstoð við þessa einstaklinga er nægjanlega mikil hér á landi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn og viðtöl tekin við fjóra aðila sem starfa í hagsmunasamtökum samkynhneigðra; stjórnarmeðlim ungliðahreyfingar Samtakanna ´78, formann Q – félags hinsegin stúdenta, formann FAS – samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra og ráðgjafa hjá Samtökunnum ´78. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að mikilvægustu verkefnin sem samkynhneigðir unglingar þurfa að glíma við áður en þeir koma út úr skápnum, eru að sættast við sjálfan sig og sína kynhneigð og eyða öllum hugsanlegum fordómum og ranghugmyndum hjá sjálfum sér í sambandi við samkynhneigð. Einnig kom í ljós að samkynhneigðir unglingar sem komnir eru út úr skápnum hafa aðgang að aðstoð á höfuðborgarsvæðinu, en þau mál þarf að efla verulega úti á landi.

Accepted: 
  • Apr 27, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2273


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Maður er bara alveg týndur_fixed.pdf190.61 kBOpenHeildartextiPDFView/Open