en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22730

Title: 
  • Title is in Icelandic Smugudeilan. Veiðar Íslendinga í Barentshafi 1993-1999
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Veiðar íslenskra fiskiskipa á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi, í svonefndri Smugu, á árunum 1993–1999 eru til umfjöllunar í þessari ritgerð, en veiðar hófust þar nokkuð óvænt í júlí 1993 í mikilli óþökk þeirra ríkja sem ráða yfir aðliggjandi efnahagslögsögum, Noregs og Rússlands. Til að leitast við að skilja aðdraganda og þróun veiðanna er eðlilegt að horfa til aðstæðna íslenskra útgerðarmanna, aðstæðna í Noregi og Rússlandi og þróunar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem viðræður áttu sér stað um gerð nýs alþjóðasamnings um veiðar utan lögsögu. Þá er rétt að hafa í huga að miklir hagsmunir eru bundnir við veiðar á verðmætum fiskistofnum og er eðlilegt að þjóðríki fylgi þeim fast eftir telji þau að þeim sé ógnað og að hagsmunaaðilar beiti stjórnvöld þrýstingi. Skoða verður Smugudeiluna í því ljósi og á það ekki síður við um ágreining Íslendinga og Norðmanna um heimild íslenskra skipa til veiða á svonefndu fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða (Svalbarðasvæðinu), sem árið 1994 var einskonar framlenging eða viðbót við ágreining um veiðar í Smugunni.
    Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs áttu fundi um málið árið 1993 auk þess að rússneskir ráðamenn komu mótmælum á framfæri við Ísland. Enginn grundvöllur reyndist hins vegar fyrir viðræðum. Sama gilti um beiðni íslenskra stjórnvalda um viðræður um réttarstöðu Svalbarðasvæðisins í framhaldi af aðild Íslands að Svalbarðasamningnum. Til átaka kom á miðunum á Svalbarðasvæðinu þegar íslenskir útvegsmenn létu reyna á þolrif norskra stjórnvalda, en þeirri atburðarás lyktaði með því að skip voru færð til hafnar og sektuð haustið 1994. Leitast var við að bera klæði á vopnin í framhaldi þessa en þríhliða viðræður ríkjanna um veiðar í Smugunni hófust í ársbyrjun 1995 og stóðu með hléum uns samningur tókst milli ríkjanna um samstarf í sjávarútvegsmálum og gagnkvæm kvótaskipti árið 1999. Samningaviðræður ríkjanna náðu fyrst tilsettum árangri þegar utanríksráðherrar Íslands og Noregs auk Rússlands lögðu nægilega þunga áherslu á að ljúka deilunni og öll ríki sýndu nægilegan vilja til að leita raunhæfra lausna sem þau gætu unað við. Um leið hafði þýðingu að áhrif hagsmunaaðila í ríkjunum virðast hafa minnkað eftir því sem viðræðunum vatt áfram. Staða ríkjanna við samningaborðið mótaðist jafnframt af því hvernig veiðarnar í Smugunni þróuðust.

Accepted: 
  • Sep 8, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22730


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Smugudeilan MA ritgerð.pdf3.02 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
kapa ritgerdar Smugudeilan.pdf161.22 kBOpenKápaPDFView/Open