is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22731

Titill: 
  • Undir fögru skinni: Greining á hönnun þriggja gjafabóka frá árunum 1846–53
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sú tegund bóka sem kölluð hefur verið „gjafabækur“ fagnaði miklum vinsældum í Bretlandi og á austurströnd Bandaríkjanna frá árunum 1825–60. Bækur þessar voru fagurlega innbundnar og kápa þeirra ríkulega skreytt. Efnistökin voru safn ljóða og smásagna auk nokkurra myndrista (e. engravings) sem voru þrykktar á síður bókanna. Gjafabækur komu út skömmu fyrir jól ár hvert og voru, eins og nafn þeirra gefur til kynna, markaðssettar sem gjöf. Lesendur bókanna voru yfirleitt konur af borgarastétt.
    Í þessari ritgerð er hönnun þriggja gjafabóka, The Amulet (1846), The Forget-Me-Not (1848) og Gift of Flowers (1853) greind út frá sjö grunnákvörðunum í hönnun, þ.e. formati, tíma, griddi, letri, litum, merkjum og myndum. Leitast er við að greina hvernig þessar ákvarðanir í hönnun bókanna styðja efnistök, markaðssjónarmið og menningarlegt hlutverk þeirra. Helstu niðurstöður greiningarinnar sýna fram á að tvískinnungs gætir víða við er varðar samspil efnistaka og hönnunar. Sú togstreita rennir stoðum undir þverstæðukennt eðli gjafabóka og speglar þannig samtíma sinn, Viktoríutímann, sem var jafnframt annálaður fyrir þversagnir og tvöfalt siðgæði.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NinaH-meistararitgerd.pdf161.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna