is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22732

Titill: 
  • Minnkandi kosningaþátttaka á Íslandi: Hvað veldur minnkandi kosningaþátttöku, hvernig skýra kenningar hana?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði. Megin viðfangsefnið er rannsókn á minnkandi kjörsókn á Íslandi frá árinu 1959 í alþingiskosningum og frá 1962 í sveitastjórnarkosningum. Leitast er við útskýra þessa þróun kosningaþátttöku út frá kenningum um efnahagsgerð Íslands, stefnum flokka, aldri kjósenda, kosningakerfinu og stærð kjördæma.
    Skoðuð er þróun kosningaþátttöku á Íslandi. Í framhaldi af því eru skoðaðar þær kosningar sem skera sig úr með aukningu á kosningaþátttöku miðað við kosningarnar á undan. Þær kosningar eru síðan skoðaðar út frá fyrrnefndum kenningum.
    Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að líklegt er að efnahagsgerð Íslands sem hefur þróast í átt að minni afskiptum ríkisins eigi þátt í að draga úr kosningaþátttöku. Stefnur íslensku flokkanna hafa færst nær hver annarri og inn á miðju stjórnmálanna og getur það skýrt minni kosningaþátttöku. Hins vegar í þeim kosningum sem greindar eru og þar sem kosningaþátttaka jókst, má sjá að iðulega var um stefnuskil (stefnuágreining) eða stefnubreytingar að ræða. Þannig er ágreiningur um efnahagsmál, iðulega áhrifaþáttur til aukinnar kosningaþátttöku í þeim kosningum sem greindar eru, u. Uppstokkun á flokkakerfinu sömuleiðis. Vísbendingar eru um að aldur kjósenda hafi áhrif á kosningaþátttöku, en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Ekki sem vísbendingar um áhrif kosningakerfisins. Stærð kjördæma skiptir máli. Þeir sem búa í kjördæmum með færri en 10.000 íbúa eru líklegri til að mæta á kjörstað en þeir sem búa í kjördæmum með fleiri en 10.000 íbúa. Kjördæmi hafa stækkað og íbúum fjölgað þannig að þar er líklega ein skýringa á minnkandi kosningaþátttöku. Hins vegar virðist stærð kjördæma ekki hafa þau áhrif þegar mikilvæg stefnumál komast á dagskrá eins og uppstokkun á flokkakerfinu.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valgeir Helgi Bergþórsson - BA ritgerð.pdf880.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna