Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22734
Í þessari ritgerð verður fjallað um upphaf og þróun fiskveiðistjórnunar í íslenskri landhelgi. Á upphafsárum fiskveiðistjórnunar var reynt að stjórna veiðum með sóknarstýringu, eða svokölluðu skrapdagakerfi. Þetta kerfi reyndist illa og var það því fljótlega lagt af. Þess í stað var tekið upp aflastýringarkerfi, eða hið svokallaða kvótakerfi, þar sem hverri útgerð var skammtaður hámarksafli ár hvert. Kvótakerfið náði ekki til báta sem voru minni en 10 brúttórúmlestir, svokallaðra smábáta, og giltu aðrar reglur um þá báta sem féllu í þann flokk. Áhersla verður lögð á að skoða hvernig veiðum smábátanna var háttað og leitast verður við að svara því hvaða áhrif það hafði á útgerðir að veiðar smábáta voru undanskyldar kvótakerfinu, bæði hvað varðar samsetningu flotans í heild og aflaúthutun báta stærri en 10 brúttórúmlestir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ólafur Eiríkur - B.A. ritgerð endanlegt.pdf | 644.1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |