en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2274

Title: 
  • Title is in Icelandic Hnattvæðing: Kynjað eða kynblint ferli?
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hnattvæðing hefur haft mismunandi áhrif á íbúa heimsins eftir til dæmis aldri, kynþætti, búsetu, samfélagsstöðu, menntun, fjárhagsstöðu og síðast en ekki síst kyni. Í þessari ritgerð skoða ég hvernig ferli hnattvæðingar hafa haft önnur áhrif á konur en karla. Ég skoða konur sem nýtt vinnuafl í launuðum störfum í þriðja heiminum, konur sem sölu- og neysluvöru í kynlífsiðnaði og konur sem landfræðilega hreyfanlegt vinnuafl þegar kemur að heimilis- og umönnunarstörfum. Ég skoða jafnframt hvort konur eru fórnarlömb eða gerendur í ferlum hnattvæðingar. Femínískir fræðimenn hafa gagnrýnt fjarlægð kyns þegar kemur að rannsóknum á hnattvæðingu og hafna því að kyni sé hrært saman við fyrri greiningar. Þess vegna er efnið mikilvægt og á erindi við orðræðu nútímans.

Accepted: 
  • Apr 27, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2274


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð.pdf191.81 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
forsíða.pdf44.83 kBOpenForsíðaPDFView/Open