is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22740

Titill: 
  • Ungt fólk í biðstöðu: Félagsleg staða ungra atvinnuleitenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða félagslega stöðu ungra atvinnuleitenda á aldrinum 18-25 ára sem skráðir eru hjá Vinnumálastofnun og auk þess að fá þá til að lýsa reynslu og upplifun sinni af atvinnuleysinu, afleiðingum þess og þeim úrræðum sem staðið hafa þeim til boða. Tekin voru átta hálfopin einstaklingsviðtöl við unga atvinnuleitendur. Helstu niðurstöður gefa til kynna að viðmælendur gera sér grein fyrir mikilvægi þess að halda í daglegar athafnir, þó svo að það takist misvel hjá þeim. Þá komu fram vísbendingar um að ungir atvinnuleitendur sækist almennt eftir og þurfi á persónulegri ráðgjöf að halda í atvinnuleitinni. Það eru til mörg úrræði en það sem helst er ábótavant er að úrræðin eru almenns eðlis en þurfa í auknum mæli að vera sniðin að þörfum hvers og eins atvinnuleitanda. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna því fram á nauðsyn þess að skapa þurfi jákvæðan hvata til að taka þátt í vinnumarkaðsúrræði því ljóst sé að það virki betur en að skylda þá til að taka þátt í úrræðum Vinnumálastofnunar. Þeir höfðu litla trú á eigin getu og langflestir þeirra höfðu brotna sjálfsmynd. Meirihluti viðmælenda upplifir litla möguleika á vinnumarkaði sökum skorts á menntun. Þeir eiga annars vegar erfitt með að mennta sig frekar þar sem þeir eiga erfitt með nám og hins vegar vilja þeir ekki missa atvinnuleysisbæturnar sem þeir myndu gera færu þeir í fullt nám.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ungt fólk í biðstöðu irishalla lokaskjal.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna