en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22741

Title: 
 • Title is in Icelandic Stefna eða stefnurek : úttekt á umhverfisstefnu útgerðafyrirtækja
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Útgerðarfyrirtæki á Íslandi eiga allt sitt undir umhverfinu. Starfsemi þeirra byggir á auðlind hafsins og því grundvöllur starfsemi útgerðanna. Árið 2013 nam útflutningsverðmæti sjávarafurða tæpum 45% af vöruútflutningum Íslands og um 8.600 manns störfuðu við greinina með beinum hætti. Sjávarútvegur er samfélaginu því einkar mikilvæg atvinnugrein.
  Mikil vakning hefur orðið á undanförnum árum um umhverfisáhrif af mannavöldum. Rannsókninni var ætlað að draga fram hvort sú vakning hefði náð til íslenskra útgerðafyrirtækja. Til hvaða aðgerða þau hefðu gripið til að draga úr umhvefisáhrifum sínum, mótað sér stefnu og sett sér markmið í umhverfismálum.
  Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett fram umhverfisstefnu og með henni sett tóninn fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki. Rannsóknin leiðir í ljós að enn er þó langt í land með að útgerðarfyrirtækin hafi fylgt því frumkvæði. Umhverfissjónarmið eru í hugum manna án þess þó að vera í föstum skorðum. Til að taka umhverfismál föstum tökum og sýna fram á að mönnum sé alvara er lagt til að litið sé á mótun umhverfisstefnu sem verkefni. Verkefni með skilgreint upphaf og endi sem skili fyrirtækjunum markmiðum til að vinna eftir með markvissum hætti. Það er samfélagsleg skylda fyrirtækjanna að huga að umhverfinu með ábyrgum hætti og stuðla í verki að því að draga með öllum mætti úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar.
  Efnisorð: Stefnumótun, umhverfisstefna, markmið, framtíðarsýn, samfélagsleg ábyrgð

Accepted: 
 • Sep 8, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22741


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stefna eða stefnurek - úttekt á umhverfisstefnu útgerðafyrirtækja.pdf352.93 kBOpenComplete TextPDFView/Open