is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22748

Titill: 
  • Sýning verður til. Rannsóknir, miðlun og eftirmálar sýningarinnar „Betur sjá augu - Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er greining á samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Ljósmyndasafns Reykjavíkur um miðlun á ljósmyndun kvenna sem skilaði sér sem sýning, sýningarskrá og grein. Sýningin „Betur sjá augu - Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013“ stóð yfir frá janúar 2014 fram í lok maí sama ár. Sýningarhöfundur og hönnuður var Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og hún skrifaði einnig inngang og ritstýrði myndakafla í sýningarskrá. Grein í sýningarskrá var skrifuð af Lindu Ásdísardóttur höfundi þessarar ritgerðar.
    Í ritgerðinni er farið yfir verkferlið frá hugmynd fram að miðlun á sýningu og skoðað hvernig rannsóknum var háttað í undanfara sýningar og greinarskrifa. Einn kafli ritgerðar er greinin Konur ljósmynda sem birtist í sýningarskrá og verður sérinngangur að þeim kafla með útskýringum á efnistökum. Farið er yfir sýninguna efnislega og þema hennar skoðað með hliðsjón af skrifum um þátttöku kvenna í ljósmyndasögunni t.d. í Noregi. Stuðst er við skrif Elizabeth Edward sem hefur rannsakað tengsl ljósmynda í miðlun á söfnum og Sigrid Lien sem skrifaði norska ljósmyndasögu. Samvinnu safnanna eru gerð sérstök skil þar sem gagnlegt er að skoða hvaða áhrif hún hafði á rannsókn og miðlun verkefnisins.
    Í niðurlagi ritgerðar er sýningin skoðuð í ljósi kenninga um vald safna í miðlun á sögu og söguritun ljósmyndunnar. Ritgerðin byggir að hluta á eigindlegum rannsóknum í formi viðtala við þá sem komu að sýningunni og vinnugögnum frá Þjóðminjasafni.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sýning verður til.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna