is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22751

Titill: 
  • Mýtur, múslimar og misskilningur: Skilningur Vesturlanda á múslimum í ljósi kenninga Edwards Said og Rolands Barthes
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessarri ritgerð er sýnt fram á hvernig hægt er að líta á vestrænan skilning á múslimum og íslam sem mýtu í skilningi Rolands Barthes, þar sem merkingin byggir á Austurlandafræðum Edwards Said og kenning hans um Sjálfsmyndir, afneitun og ofbeldi varpar ljósi á mýtusköpunarferlið. Fyrst verður farið yfir mýtusköpunaferli Barthes og síðan reifaðar kenningar Said um Austurlandafræði annarsvegar og Sjálfsmyndir, afneitun og ofbeldi hinsvegar. Þessar kenningum er síðan tvinnað saman og settur fram rammi utan um virkni ferlisins og merkingu niðurstöðunnar.
    Notast er við útgáfu af vinnulagi við orðræðugreiningu sem Charles Antaki annarsvegar og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson hinsvegar leggja fram til að greina merki þessarar mýtu í orðræðunni á Íslandi. Gerð er orðræðugreining á umræðunni sem átti sér stað á netmiðlum vorið 2014 í kjölfar ummæla oddvita Framsóknar og flugvallarvina um að afturkalla ætti úthlutun á lóð ætlaða mosku til Félags múslima á Íslandi. Niðurstaðan sýnir að hægt sé að greina mörg af megin einkennum Austurlandafræða og mýta í orðræðu andstæðinga moskubyggingar.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22751


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð - Bjarni Þóroddsson.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna