is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22755

Titill: 
  • Notkun aðferðafræði knattspyrnuþjálfara við myndun liðsheildar í fyrirtækjum.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að bera saman aðferðarfræði verkefnastjóra og knattspyrnuþjálfara við uppbyggingu liðsheildar í teymum; með það að leiðarljósi að sjá hvað þeir geti lært hvor af öðrum. Liðsheild er ástand meðal meðlima teymis sem segir til um hvernig þeim líður innan teymisins og hvernig teyminu gengur að vinna sem heild. Fræðileg samantekt var byggð á fyrirliggjandi gögnum um myndun liðsheilda í teymum, hvort sem er í verkefnateymum eða knattspyrnuliðum. Notast var við kenningar sálfræðingsins Bruce W. Tuckman um þroskastig í líftíma hóps. Að auki var rætt við fjóra þjálfara í efstu deild karla í knattspyrnu til að fá betra innsæi í þeirra störf. Niðurstöður rannsókninar eru að samkvæmt fræðunum má segja að verkefnastjórar og knattspyrnuþjálfarar séu að vinna samskonar starf, þ.e. að stýra teymi í gegnum ákveðin verkefni. Í raunveruleikanum virðist þó þjálfarar leggja meiri áherslu á að byggja upp einstaklinginn en fræðin gera. Rökrétt þróun er því að verkefnastjórnun sem fræðigrein leggi aukna áherslu á uppbyggingu einstaklingsins.

Samþykkt: 
  • 8.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Sigurður V. Svavarsson.pdf646.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna