Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22756
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á stöðu kynjanna á íslenskum vinnumarkaði í dag. Til þess að átta sig á stöðunni í dag verður farið yfir þróun vinnumarkaðarins hér á landi. Hugtökin lárétt og lóðrétt kynjaskipting fjalla um mismunandi birtingamynd kynjaskiptingar á vinnumarkaði. Farið verður yfir erlendar rannsóknir á láréttri og lóðréttri kynjaskiptingu og þær bornar saman við íslenskan vinnumarkað. Þá verður reynt að varpa ljósi á helstu niðurstöður út frá átaka- og femínískum kenningum svo sem sjónarmiðs kenningum og kenningum um feðraveldið. Það kemur í ljós að þrátt fyrir að á Íslandi ríki hvað mest jafnrétti milli kynjanna í heiminum er vinnumarkaðurinn mjög kynjaskiptur. Það á bæði við út frá lóðréttri og láréttri kynjaskiptingu. Þróunin hér á landi hefur verið í þá átt að hlutur kvenna er fremur að aukast í störfum sem hingað til hafa verið svokölluð karlastörf, fremur en að karlar séu að fara í hefðbundnari kvennastörf. Hlutfall kvenna hefur aukist í áhrifastöðum landsins svo sem í stjórnum fyrirtækja, á alþingi og í sveitarstjórnum. Þróunin er því í átt að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaðnum hér á landi en inngrip stjórnvalda, eins og lög um fæðingarorlof og kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, eiga sinn þátt í því.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
OmarBAritgerd.pdf | 660.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |