is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2276

Titill: 
  • Hver er reynsla stjúpforeldra af útgjöldum vegna framfærslu barna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjármál stjúpfjölskyldna hafa ekki verið skoðuð sérstaklega hér á landi til þessa og er erfitt að nálgast upplýsingar um stjúpfjölskyldur þar sem opinberar tölur hjá Hagstofu Íslands eru ekki til um þessa fjölskyldugerð.
    Ritgerðin fjallar því um útgjöld stjúpfjölskyldna, skilgreining á stjúpfjölskyldu og opinberar tölur eins og fjöldi barna við skilnað og sambúðarslit. Einnig er farið ofaní í inntak forsjár í barnalögunum, lög um mannanöfn og erfðalög er snúa að stjúpbörnum. Lögð var fyrir netkönnun fyrir 240 einstaklinga í stjúpfjölskyldum. Þó svo að svarhlutfall könnunarinnar hafi ekki verið nema tæp 40% gefa meginniðurstöður könnunarinnar til kynna að meðlag dugi ekki til framfærslu barna. Þrátt fyrir það virðist yfirleitt ríkja sátt milli maka og fyrrverandi maka um greiðslur varðandi framfærsluna eða í 65% svara þátttakenda. Foreldrar skiptast á að hafa barnið hjá sér í fríum í 38% tilvika en rúmlega 31% gera það ekki. Ríflega helmingur fyrrverandi maka tekur aldrei þátt í útgjöldum tengd fríum barna sinna. Flestir nota lögheimili barns sem viðmið hver eigi að framfæra það. Stjúpforeldrar telja hlutverk sitt sem foreldri mjög mikilvægt eða yfir 90% svarenda. Þær niðurstöður eru styrkur fyrir þessa fjölskyldugerð.

Samþykkt: 
  • 27.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-HÞS- fixed.pdf612,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna