is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22774

Titill: 
  • Viðnámsþróttur höfuðborgarsvæðisins. Samhæfing og samvinna.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjallað er um hvernig nýta má aðferðafræði verkefnastjórnunar til þess að skilgreina og koma á formlegum samráðsvettvangi fyrir þá aðila sem sinna samfélagslega mikilvægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
    Samhæfing og samvinna eru lykilhugtök þegar tryggja skal öryggi í samfélagi sem verður stöðugt tæknilegra og flóknara, ásamt því sem kröfur um stöðugleika þjónustu og örugg viðbrögð við truflunum, áföllum og neyðarástandi aukast. Þarna gegna sveitarfélög lykilhlutverki sem það stjórnvald sem er næst íbúunum, auk þess sem þau bera ábyrgð á margvíslegri grunnþjónustu. Margir aðrir aðilar þurfa þó einnig að koma að málum til þess að tryggja að samfélagið sem heild sé sterkt, með gott viðnámsþrek og áfallaþol.
    Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er hvernig beita megi aðferðafræði verkefnastjórnunar við stefnumótun og störf samráðsvettvangs fyrir þessa aðila. Farið er í fræðilega greiningu á verkefninu og skoðað hvernig borgir og svæði erlendis haga slíkri samhæfingu. Að lokum er sett fram tillaga um hvernig setja megi upp samráðsvettvang á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt: 
  • 9.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgir Finnsson, Lokaverkefni MPM, Viðnámsþróttur höfuðborgarsvæðisins, apríl 2015.pdf695.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna