is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22776

Titill: 
  • Á flótta undan hugsuninni. Gagnrýni Martins Heidegger á tæknihyggju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mannverur skilgreina sig gjarnan út frá hugsunarmætti sínum. Við höfum öðlast slíkan sess innan náttúru jarðar að sjálfur Guð hefur þurft að hörfa frá völdum. Maðurinn er kominn í bílstjórasæti þeirrar ógnvænlegu bifreiðar sem náttúran er. En er okkur treystandi? Hvers er þessi hugsunarmáttur okkar megnugur og hvert er hann að leiða okkur? Þýski heimspekingurinn Martin Heidegger taldi að hugsun mannsins hefði leiðst afvega frá eðli sínu – og í raun væri hugsunarleysið það sem væri einkennandi fyrir hinn nútímalega mann. Hvernig má það vera ef þróun mannkyns hefur sjaldan, eða aldrei, verið örari? Í minningarræðu sem Heidegger flutti þann 30. október 1955 greindi hann á milli tvenns konar hugsunar: íhugunar og útreikninga. Hvor hugsunin hefur sína kosti en maðurinn er í eðli sínu vera sem hugsar, vera sem hefur ein þann mátt að íhuga tilveru sína og veita henni merkingu með tungumáli.
    Í ritgerðinni er hugtakaheimur Heideggers kannaður í ljósi þessara vangaveltna. Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru þær grunnhugmyndir Heideggers útskýrðar sem nauðsynlegt er að greina frá áður en að lengra er haldið. Síðari hlutinn fjallar um gagnrýni hans á tæknihyggju í ritgerðinni „Spurningin um tæknina“ og öðrum textum. Undir lok ritgerðarinnar er hugað að lausninni sem Heidegger veitir við þeim vandamálum sem mannverurnar standa frammi fyrir.

Samþykkt: 
  • 9.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á flótta undan hugsuninni.pdf547.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna