is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22782

Titill: 
  • „Karlmenn faðmast og kyssast eins og unnustufólk.“ Líkamleg nánd íslenskra karlmanna á nítjándu öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmargar heimildir benda til að viðtekin venja hafi verið fyrir íslenska karlmenn að kyssast á munninn í kveðjuskyni á ofanverðri nítjándu öld. Siðurinn var gagnrýndur af siðapostulum í dagblöðum um aldamótin 1900, meðal annars vegna smithættu. Ef marka má heimildir eimdi þó eftir af kossahefðinni fram til um 1920. Á sama tíma fór meðvitund Íslendinga um tilvist samkynhneigðar vaxandi. Stuðst er við kenningu Eric Anderson um hómóhysteríu eða menningarlega hræðslu við samkynhneigð, til að útskýra hvers vegna íslenskir karlmenn kysstust á munninn í kveðjuskyni á ofanverðri nítjándu öld en ekki hundrað árum síðar. Þegar hómóhystería ríkir eru karlmenn knúnir til að samræma sjálfsmynd sína við ráðandi karlmennskuviðmið til þess að þeir séu ekki sjálfir álitnir samkynhneigðir. Karlmenn lýsa stöðugt yfir gagnkynhneigð sinni með hegðun og forðast líkamlega nánd við aðra karlmenn til að verða ekki fyrir grunsemdum. Ótti karlmanna við samkynhneigð hefur því ekki eingöngu þau áhrif að undirskipa samkynhneigða heldur stýrir hún atferli margra gagnkynhneigðra karlmanna. Hómóhystería ríkir ekki nema með víðtækri vitneskju þorra almennings um tilvist samkynhneigðar. Það útskýrir hvers vegna kossar og önnur líkamleg nánd milli karlmanna leyfðist í íslensku samfélagi nítjándu aldar en ekki hundrað árum síðar. Farið er yfir brot úr sögu samkynhneigðar á Íslandi til að sýna hvernig viðhorf almennings breyttust á tuttugustu öldinni.

Samþykkt: 
  • 9.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgi_Hrafn_Gudmundsson_BA_Ritgerd.pdf501.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna