is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22784

Titill: 
  • Friðhelgi einkalífsins á 21. öldinni. Hvað gera fyrirtæki við persónuupplýsingar notenda veraldarvefsins?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Form samskipta hafa umbreyst síðustu áratugi. Aukin notkun á veraldarvefnum hefur fært marga þætti einkalífsins yfir á stafrænt form. Einstaklingar nýta sér þessar tækninýjungar í sífellt meira magni og setja mikið magn af persónuupplýsingum sínum inn á veraldarvefinn. En slíkt felur í sér mikið af dulnum kostnaði. Þessum persónuupplýsingum er safnað og hluti af þeim er seldur til þriðja aðila. Fyrirtæki nýta sér þessar skrár um notendur með notkun tölfræði forrita, sem gerir þeim kleift að spá fyrir persónueinkennum, stórum lífsviðburðum og öðrum viðkvæmum upplýsingum um einstaklinga. Hægt er að misnota þennan aðgang að persónuupplýsingum á ýmsa vegu sem brýtur í bág við friðhelgi einkalífs einstaklinga. Enn fremur stafa öryggishættur frá aðilum sem brjóta sig í gegnum öryggisnet fyrirtækja og stela skránum. Skiptar skoðanir eru um mikilvægi persónuverndar og eignarhaldi á þessum upplýsingarsöfnuði. En Komið hefur í ljós að notendur veraldarvefsins hafa í mörgum tilfellum ekki nægja vitneskju á hvaða upplýsingum er safnað, hvenær þeim er safnað, hverjir kaupa þær og í hvaða tilgangi. Vaxandi hópur almennings finnst þörf fyrir upplýstari umræðu á starfsemi fyrirtækja á veraldarvefnum með möguleika fyrir einstaklinga að neyta öflun og sölu persónuupplýsinga sinna.

Samþykkt: 
  • 9.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22784


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eiríkur Níels Níelsson.pdf526.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna