is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22788

Titill: 
  • Alminni netsins - og rétturinn til að gleymast
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá því að hinn sérstæði miðill Internetið kom fram á sjónarsviðið í kringum 1960 hefur hann vaxið gríðarlega að umfangi, einkum undanfarinn áratug. Á netinu er að finna óheyrilegt magn upplýsinga sem milljónir notenda þess um allan heim geta sótt án mikillar fyrirhafnar.Í raun má segja að netið sé ný vídd í miðlun upplýsinga. Það getur hins vegar fylgt því ákveðin hætta að vera á netinu og tengdur samfélagsmiðlum því flest allar upplýsingar sem fara út á veraldarvefinn sitja þar inni um aldur og ævi; netið gleymir engu. Hér verður meðal annars skoðað hvernig internetið er vettvangur þar sem hið persónulega rými mætir hinu opinbera og hvernig internetið er notað sem valdatæki.Einnig verður farið yfir þróun miðlunar í grófum dráttum og uppruna netsins. Af skiljanlegum ástæðum eru ekki allir sáttir við alminni netsins og vilja sumir reyna að ná efni út af netinu sem kemur þessu fólki illa. Þar sem netið lýtur ekki sérstakri stjórn og flæðir yfir hefðbundin landamæri,er erfitt að átta sig á því hvert eigi að beina beiðni um að fjarlægja efni af vefnum. Þó hafa slíkar beiðnir komið fram víða um heim og baráttan fyrir þeim hlotið heitið rétturinn til að gleymast.Prófmál um þetta efni var flutt fyrir Evrópudómstólnum sem árið 2014 kvað upp þann úrskurð að einstaklingar innan Evrópu gætu sent inn beiðnir til netfyrirtækisins Google um að láta fjarlægja hlekki af leitarniðurstöðum síðunnar. Þessi dómur gildir aðeins innan Evrópu og hafa því einstaklingar annars staðar í heiminum ekki slíkan rétt, að minnsta kosti ekki enn. Dómurinn hefur vakið miklar umræður og skoðanaskipti.Sumir telja hann tilheyra friðhelgi einkalífsins á meðan aðrir segja að með þessu móti sé verið að brjóta á málfrelsi og framkvæma ákveðna ritskoðun á netinu sem áður hefur í raun ekki verið. Í ritgerðinni verður reynt að komast að því hvort við sem einstaklingar höfum rétt til þess að gleymast á netinu og hvort sú hugmynd sé yfir höfuð raunhæf. Í ljós kemur að evrópskir einstaklingar virðast hafa takmarkaðan rétt á því að geta gleymst á netinu, þeir mega senda inn beiðnir þess efnis en það er í höndum starfsmanna Google að meta hvort slíkar óskir séu réttmætar og þeim getur því verið hafnað. Því má með nokkurri vissu segja að friðhelgi einkalífsins sé í ákveðinni hættu.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auður Kristinsdóttir.Alminni.netins.pdf686.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna