Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22793
Ljúdmíla Petrúshevskaja fæddist árið 1937 í Moskvu. Petrúshevskaja hefur átt einstaklega áhugaverða ævi. Æska hennar litaðist af stríði og hungri. Hún bjó í pínulítilli íbúð með móður sinni og afa og þúsundum bóka hans. Hún hóf ritstörf snemma og hefur upplifað tímana tvenna í bókmenntaheiminum á sínum starfsferli. Hún fékk sinn skerf af ritskoðun og var neitað um útgáfu vegna viðfangsefna verka sinna. En hún hélt þó áfram að skrifa og beið eftir sínu tækifæri. Er það tækifæri kom fékk hún m.a. þá gagnrýni að verk hennar væru langt frá því að teljast til fagurbókmennta, enda skrifaði hún um grimman raunveruleika Sovétríkjanna. Ekki lét hún þessa gagnrýni stöðva sig. Hún varð einn umdeildasti rithöfundur heimalands síns en er nú einn þekktasti núlifandi rithöfundur Rússlands.
Petrúshevskaja skrifar ekki aðeins sögur og leikrit úr hvunndagslífinu, heldur skrifar hún einnig ævintýri og hryllingssögur. Ævintýri hennar henta jafnt börnum sem fullorðnum. Mörg hver bera boðskap og önnur eru hefðbundar dæmisögur.
Ritgerðinni er skipt upp í þrjá kafla. Í þeim fyrsta verður farið yfir ævi og störf Petrúshevskaju. Í öðrum kafla verður fjallað um hvunndagsbókmenntir og gagnrýni sem höfundurinn þurfti að sæta fyrir ritverk sín. Þriðji kaflinn fjallar um ævintýri Petrúshevskaju í tengslum við kenningar Vladimir Propp. Einnig er fjallað um smásöguna Nína Komarova sem höfundur ritgerðar þýddi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ritgerð.pdf | 802,84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |