is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22795

Titill: 
  • Gleymda fólkið: Aðstæður palestínskra flóttamanna í flóttamannabúðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margir einstaklingar hafa flúið átök og stríð í heimalandi sínu og neyðst til að leita skjóls í öðrum ríkjum. Eftir að Palestínumenn misstu meirihluta af landsvæði sínu í hendur gyðinga árið 1948 flúðu margir þeirra heimaland sitt og leituðu hælis í nágrannaríkjum. Palestínumenn hafa enn ekki getað snúið aftur til síns heima, þar sem ríki Palestínu er ekki enn orðið alþjóðlega viðurkennt. Palestínskir flóttamenn hafa því leitað skjóls í öðrum ríkjum og nú á dögum dvelur um 1,5 milljón palestínskra flóttamanna í flóttamannabúðum í Líbanon, á Sýrlandi, í Jórdaníu og á palestínskum umráðasvæðum á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu.
    Markmið þessarar ritgerðar er að athuga þær aðstæður sem palestínskir flóttamenn búa við í flóttamannabúðum. Athugað verður með húsnæðisaðstæður, aðgengi að vatni, hreinlætisaðstöðu, menntun og atvinnu. Einnig verður fjallað um líkamlega og andlega heilsu flóttamanna og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu. Þá verður fjallað um helstu flóttamannastofnanir sem aðstoða palestínska flóttamenn og hvaða starfi þær gegna innan flóttamannabúða.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna fram á að aðstæður í flóttamannabúðum eru verulega slæmar og dvelja fjölmennar fjölskyldur saman í litlu rými þar sem aðgengi að hreinu vatni er ekki auðsótt. Þá treysta flóttamennirnir einkum á þá þjónustu sem flóttamannasamtök bjóða upp á, þar með talið þegar að kemur menntun og heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslur og skólar á vegum Palestínuflóttamannanefndarinnar þarfnast mikilla umbóta. Heilbrigðisþjónustan er lakari en almenn heilbrigðisþjónusta og í skólunum er aðstaða fyrir nám slæm og skólastofur yfirfullar. Sérstaklega slæm er staða palestínskra flóttamanna í Líbanon þar sem reglugerðir þar í landi gera flóttamönnunum erfitt fyrir. Eigindleg rannsókn sem gerð var á sýrlenskum og palestínskum flóttamönnum í Líbanon leiddi í ljós að líf í flóttamannabúðum hefur slæm áhrif á andlega líðan fólks. Þá eru breyting á hlutverki einstaklinga innan heimilis, atvinnuleysi, lítið og slæmt húsnæði og lélegt aðgengi að hreinlætisaðstöðu helstu orsakir andlegrar vanlíðan.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22795


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Guðný_Björnsdóttir_2015.pdf885.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna