Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2280
Ritgerð þessi er byggð á eigindlegri rannsókn sem gerð var veturinn 2008 – 2009. Markmið hennar er tvíþætt. Annars vegar að fá innsýn í líf og líðan nemenda með ADHD á skólagöngunni með tilliti til breytinga við að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla. Hins vegar að fá hugmyndir um hvað þurfi að gera til að þessum nemendum farnist vel og falli síður frá námi í framhaldsskóla. Tekin voru sex opin viðtöl, þrjú við einstaklinga sem allir eru greindir með athyglisbrest með eða án ofvirkni og þrjú viðtöl við fagmanneskjur á þessu sviði. Einnig var gerð þátttökuathugun á ráðstefnu um ADHD. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skólaganga nemenda með ADHD getur verið neikvæð og líðan þeirra er oft slæm. Mikið þarf að gerast í skólakerfinu til að bæta stöðu þessara nemenda og mikilvægt er að inngripin byrji snemma í grunnskóla til að þau finni fyrir auknu sjálfstrausti og öryggi þegar komið er í framhaldsskólann. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefur almennt orðið lítil vakning á þjónustuúrræðum innan framhaldsskólanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskjal_fixed.pdf | 311,59 kB | Lokaður | Heildartexti |