is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22800

Titill: 
  • Betra líf bíður mæðgunum. Setningafræðilegur eignarfallsflótti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er setningafræðilegur eignarfallsflótti. Hugtakið vísar til fráviks sem hefur rutt sér til rúms í íslensku síðastliðna öld en í því felst að málnotendur setja óhefðbundið fall, aðallega þolfall og þágufall, í stað eignarfalls.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað almennt um eignarfallsflótta. Skoðaðar eru fyrri rannsóknir fræðimanna á hugtakinu og enn fremur kenningar um orsök málbreytingarinnar. Einnig er lögð áhersla á að kynna setningafræðilegan eignarfallsflótta í lýsingarhætti og andlögum sagnorða. Því næst er fjallað um beygingafræðilegan eignarfallsflótta í þeim tilgangi að gera skýran greinarmun á hugtökunum setningafræðilegur og beygingafræðilegur eignarfallsflótti. Þá eru athugaðar breytingar á eignarfalli í færeysku sem gætu gefið vísbendingu um hvernig eignarfall í íslensku muni þróast í framtíðinni.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um rannsókn á setningafræðilegum eignarfallsflótta en um 230 einstaklingar tóku þátt í könnun sem lögð var fyrir á netinu. Markmið rannsóknarinnar var að athuga eignarfallsflótta í lýsingarhætti og andlögum sagnorða og freista þess að staðfesta fyrri kenningar fræðimanna um efnið. Niðurstöður rannsóknarinnar benda annars vegar til þess að eignarfallsflótti í lýsingarhætti sé orðinn því sem næst reglubundinn í íslensku en þátttakendur samþykktu fremur setningar könnunarinnar með lýsingarhætti í þágufalli en í eignarfalli, í öllum tilvikum nema einu. Hins vegar benda niðurstöður til þess að eignarfallsflótti sé ekki mikill í andlögum sagnorða því þátttakendur samþykktu fremur hefðbundið eignarfallsandlag sagnorðanna. Samt sem áður má finna vísbendingar um að lítill hluti málhafa samþykki óheðfbundið andlag sagnorðanna sem athuguð voru.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22800


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Betra líf bíður mæðgunum. Setningafræðilegur eignarfallsflótti..pdf641.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna