is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22807

Titill: 
  • Lopapeysuprjón : námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hingað til hefur lítið sem ekkert námsefni í lopapeysuprjóni verið til sem er sérstaklega ætlað fyrir nemendur á grunn- og framhaldskólastigi. Lopapeysan er stór partur af menningararfi okkar og hefð, sem okkur ber að halda vel til haga. Lopapeysan er einnig vel þekkt út fyrir landsteinana og er eftirsótt vara. Það þarf ekki mikla grunnkunnáttu í prjóni til að prjóna lopapeysu, en meginmarkmiðið með námsefninu er aðlaga lopapeysuprjónið að getu nemenda með því að vinna uppskriftir eftir erfiðleikastigum. Við vinnslu námsefnisins fór fram gagnasöfnun á lopapeysumunstrum frá Ístex og fengið var sérstakt leyfi hjá þeim til að aðlaga munstrin að fyrrnefndum erfiðleikastigum. Munstrin voru síðan teiknuð upp á nýtt af höfundi, stærðirnar og útreikningarnir voru reiknaðir frá grunni og búnar til nýjar uppskriftir, einnig af höfundi. Uppsetning námsefnisins er hugsuð til hlítar með það að markmiði að innihaldið sé auðlesið og einfalt sé að fylgja leiðbeiningum eftir. Námsefnið inniheldur tvær uppskriftir, fjórar mismunandi aðferðir við að prjóna stroff, 18 mismunandi munstur, níu fyrir hvora uppskrift og í þremur erfiðleikastigum ásamt kennslu í lopapeysuprjóni. Samsvarandi námsefni er ekki til á markaðinum í dag og ætti það því að auðvelda bæði nemendum og öðrum byrjendum ásamt lengra komnum í prjóni að prjóna sér lopapeysu, auk þess sem verið er að viðhalda íslenskri arfleið í prjóni.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinagerð Lopapeysuprjón.pdf1.02 MBLokaður til...01.05.2135GreinargerðPDF
Að prjóna lopapeysu_prentað.pdf11.52 MBLokaður til...01.05.2135NámsefniPDF

Athugsemd: Greinagerðin inniheldur mikla reikninga sem eru dýrmætir. Ætlunin er að gefa námsefnið út.