is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22808

Titill: 
  • Darraðadans : námsspil fyrir nemendur í samfélagsfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið Darraðadans felur í sér gerð samnefnds námsspils sem ætlað er sem kennslugagn fyrir nemendur á mið- og unglingastigi í grunnskóla. Námsspilið er lokaverkefni undirritaðs, Antons Orra Dagssonar, til B.Ed. prófs í faggreinakennslu unglinga við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2015.
    Darraðadans er borðspil og flokkast undir landvinningaspil, en þátttakendur keppast við að ná yfirráðum yfir sýslum landsins og hrekja þaðan mótspilara sína. Spilinu er ætlað að efla félagslega vitund spilenda ásamt því að kveikja áhuga þeirra á landi og sögu Íslands. Markmið höfundar var að búa til skemmtilegt námsspil fyrir sem flesta og að fela nám í leik. Fjölbreytileg kennslugögn eru kennurum mikilvæg svo þeir geti nýtt sér sem flestar kennsluaðferðir. Fannst höfundi því kjörið að bæta skemmtilegu spili við þá flóru námsgagna sem er í boði. Námsspilið er þróað og hannað af höfundi greinargerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 10.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Darraðardans.pdf2.61 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna